Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2018 10:33 Sólarinnar notið í Laugardalslaug. vísir/gva Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Vonarglætu var að finna fyrir íbúa á vestanverðu landinu í hugleiðingum veðurfræðings sem birtar voru á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Þar var greint frá því að langtímaspár gerðu ráð fyrir breytingu á veðurlagi eftir næstu helgi þar sem útlit er fyrir austlægar áttir sem gefa von um að það þorni og hlýni á vestanverðu landinu eftir mikla vætutíð. Í þessari viku er þó von á svipuðu veðri og undanfarnar vikur, suðvestlæg átt með rigningu og öðrum leiðindum á vestanverðu landinu en bjart yfir og hlýtt á austurlandi. Daníel Þorláksson veðurfræðingur segir í samtali við Vísi að eftir helgina séu líkur á að lægð verði suður af landinu og en þó í það mikilli fjarlægð að hún muni færa ákveðna austan átt yfir landið sem verði viðloðandi fram eftir næstu viku, gangi langtímaspáin eftir. „Þannig að einhvern tímann á þessu tímabili í næstu viku er möguleiki á að íbúar á vestanverðu landinu fái að sjá til sólar og hitastig fari yfir 15 til 20 gráður. En þetta er ennþá það langt í burtu að ég vil ekki lofa þessu,“ segir Daníel en segir líkurnar þó meiri en minni eins og staðan er í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Sunnan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Dálítil væta á sunnan- og vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.Á fimmtudag:Suðvestan 3-10 og stöku skúrir, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en þurrt um landið norðaustanvert fram á kvöld. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Hæg suðlæg átt og væta með köflum, en úrkomulítið og hlýtt norðaustanlands.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Gul viðvörun enn í gildi Gildir viðvörunin fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurlan vestra og miðhálendið. 9. júlí 2018 08:49