Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2018 10:03 Ekki sér fyrir endann á kjarabaráttu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm Velferðarnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar klukkan tvö í dag vegna stöðunnar sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. Öll nefndin þarf að samþykkja að funda á þessum árstíma en ekki allir geta setið fundinn, sumir nefndarmenn eru í sumarfríi. Hvorki Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar né Ólafur Þór Gunnarsson varaformaður munu sitja fundinn í dag. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting,“ sagði Halldóra í samtali við Fréttablaðið í dag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum vegna stöðunnar. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að nú sé í gangi krísustjórnun vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku í gildi þann 1. júlí. Vantar nú ljósmæður á allar vaktir á sjúkrahúsinu.Sjá einnig: Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Boðað hefur verið til samstöðu- og mótmælafundar á fimmtudag. Fundurinn verður við húsnæði ríkissáttarsemjara í Borgartúni klukkan 10, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga næsta sáttafund. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Boðað er til fundarins klukkan 10 á fimmtudag, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. 2. júlí 2018 23:15 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar klukkan tvö í dag vegna stöðunnar sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. Öll nefndin þarf að samþykkja að funda á þessum árstíma en ekki allir geta setið fundinn, sumir nefndarmenn eru í sumarfríi. Hvorki Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar né Ólafur Þór Gunnarsson varaformaður munu sitja fundinn í dag. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting,“ sagði Halldóra í samtali við Fréttablaðið í dag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum vegna stöðunnar. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að nú sé í gangi krísustjórnun vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku í gildi þann 1. júlí. Vantar nú ljósmæður á allar vaktir á sjúkrahúsinu.Sjá einnig: Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Boðað hefur verið til samstöðu- og mótmælafundar á fimmtudag. Fundurinn verður við húsnæði ríkissáttarsemjara í Borgartúni klukkan 10, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga næsta sáttafund.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Boðað er til fundarins klukkan 10 á fimmtudag, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. 2. júlí 2018 23:15 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Boðað er til fundarins klukkan 10 á fimmtudag, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. 2. júlí 2018 23:15
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00