Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:35 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. Vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20