Sport

Katrín Tanja þriðja á „Vígvellinum“ og hækkaði sig um eitt sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laura Horvath er að stinga af en hér er hún við hliðina á Anníe Mist.
Laura Horvath er að stinga af en hér er hún við hliðina á Anníe Mist. Mynd/Twitter/The CrossFit Games
Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit en fimmta grein leikanna var The Battleground eða Vígvöllurinn.

Katrín Tanja Davíðsdóttir náði þriðja besta tímanum á Vígvellinum en hún var lengi í baráttunni um fyrsta sætið við Ungverjann Laura Horvath.

Katrín Tanja missti af Lauru Horvath á lokasprettinum og Norðmaðurinn Kristin Holte komst einnig framúr henni á lokametrunum.

Hefði Katrín Tanja haldið öðru sætinu þá hefði hún farið upp í fjórða sætið í heildarkeppninni. Hún náði að hækka sig úr sjötta sæti upp í það fimmta og er nú aðeins tveimur stigum frá fjórða sætinu.



Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig einnig ágætlega, náði 8. sæti og heldur þriðja sætinu í keppninni með 344 stig. Hin norska Kristin Holte er nú 28 stigum á eftir henni.

Kartrín Tanja kom í mark á 10:08.35 mín. en tími Anníe Mist var 10:58.62 mín.

Þrautabrautinn er ekki ósvipað því sem að herinn fer í gegnum í Bandaríkjunum. Keppendur þurfa að fara yfir hindranir, sveifla sér í köðlum, og fleira í þeim dúr.

Laura Horvath var í forystu eftir fyrsta daginn og vann þessa fimmtu grein sannfærandi en hún kom í mark á 9:29.76 mín. Hún lítur svakalega vel út á sínum fyrstu heimsleikum en engin önnur kláraði undir tíu mínútum.





Laura Horvath er nú með 438 stig og 36 stigum meira en Tia-Clair Toomey sem er í öðru sæti með 402 stig. Toomey er aftur á móti 58 stigum á undna Anníe Mist og 88 stigum á undan Katrínu Tönju.

Þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir náðu ekki að klára þrautina áður en tíminn rann út. Þær enduðu jafnar í átjánda sætinu.

Sara er eins og er í 14. sæti í heildarkeppninni með 254 stig en Oddrún Eik er í 26. sæti með 172 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×