Handbolti

Annar fimm marka sigur á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Þrastarson skoraði 8 mörk
Haukur Þrastarson skoraði 8 mörk vísir/rakel ósk
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann það sænska með fimm mörkum á EM U18 í Króatíu í dag.

Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14, og vann leikinn að lokum með fimm mörkum, 24-29.

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson átti stórleik og skoraði átta mörk. Arnór Snær Óskarsson gerði sex og Tumi Steinn Rúnarsson 5.

Ísland er því á toppi D riðils eftir tvær umferðir með fullt hús stiga eftir fimm marka sigur á Pólverjum í fyrstu umferðinni.

Lokaleikur riðilsins er á sunnudag gegn Slóvenum.

Mörk Íslands: Haukur Þrastarson 8/12, Arnór Snær Óskarsson 6/8, Tumi Steinn Rúnarsson 5/8, Einar Örn Sindrason 4/4, Dagur Gautason 3/5, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1/1, Eiríkur Þórarinsson 1/3, Stiven Tobar Valencia 1/3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×