Handbolti

Sjáðu ótrúlegt handboltaskot: Boltinn bókstaflega fastur í samskeytunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Boltinn fastur í sammaranum.
Boltinn fastur í sammaranum. mynd/skjáskot
Hér að neðan má sjá hreint ótrúlegar senur í þýsku 3. deildinni í handbolta þar sem að boltinn festist bókstaflega í samskeytunum úr skoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var búinn.

TuS Fürstenfeldbruck var að spila á móti HSG Konstanz í suðurriðli 3. deildar þýska handboltans voru voru heimamenn marki yfir, 24-23, þegar að gestirnir fóru í lokasóknina.

Heimamenn stóðu hana af sér en brutu af sér undir lokin og fengu Konstanz-menn því aukakast um leið og lokaflautið gall. Eitt skot til að jafna leikinn en úr eins erfiðri stöðu og mögulegt er.

Leikmaður Konstanz sýndi frábær tilþrif og „kringlaði“ sig út fyrir varnarvegginn vinstra megin og náði mögnuðu skoti í gólfið og upp í samskeytin hægra megin í markinu. Geggjuð tilþrif.

Því miður fyrir hann festist boltinn bókstaflega í samskeytunum án þess að fara yfir línuna og því unnu heimamenn leikinn með einu marki. Algjörlega ótrúlegt og óvíst hvort að þetta muni gerast aftur í handboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×