Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:30 Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. Fréttablaðið Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Sjá meira
Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Sjá meira