Handbolti

Íslendingaliðið í Austurríki tapaði með minnsta mun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmundur Hólmar í leik í frönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann leikur nú með Íslendingaliðinu West Wien í Austurríki.
Guðmundur Hólmar í leik í frönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann leikur nú með Íslendingaliðinu West Wien í Austurríki. vísir/getty
Leikið var í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þar sem fimm Íslendingar voru í eldlínunni.

Guðmundur Hólmar Helgason, Ólafur Bjarki Kristjánsson og Viggó Kristjánsson léku allir með West Wien en liðið er þjálfað af Hannesi Jóni Jónssyni.

West Wien tapaði með minnsta mun fyrir Alpla Hard þar sem lokatölur urðu 26-27. Viggó skoraði fimm mörk í leiknum, Ólafur Bjarki tvö og Guðmundur Hólmar eitt.

Á sama tíma skoraði Hafnfirðingurinn Ísak Rafnsson fjögur mörk fyrir Schwaz þegar liðið beið lægri hlut fyrir Aon Fivers, 31-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×