Jón Steinar rekur misræmi í dómum til valdabaráttu dómara Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 10:07 Jón Steinar segir fráleitt að dæma mönnum sem ekki fengu embætti miskabætur en ekki konu sem sökuð var saklaus um manndráp af gáleysi. visir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, setur fram alvarlegar ásakanir í pistli sem Vísir birti í morgun. Hann segir að augljóst misræmi milli dóma megi rekja til þess sem hann kallar „valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt“. Hann telur vert að menn hafi þessa stöðu bak við eyrað ef þeir telji sig þurfa að sækja miskabætur á hendur ríkisins. Jón Steinar ber saman dóma og nefnir þann sem féll í vikunni en þar var Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem ranglega hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, synjað um bætur. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Landsréttar sem gekk á sömu leið fyrir um ári en þá sagði Ásta Kristin það hafa verið mikið áfall fyrir sig. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldunnar. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán En, árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Jón Steinar segir háðskur í pistili sínum að talið hafi verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. „Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt.“ Jón Steinar er þarna með óbeinum hætti að vísa til gagnrýni sem hann hefur áður sett fram á dómara, og þá einkum Markús Sigurbjörnsson, að þeir vilji ráða því alfarið sjálfir hverjir skipast sem slíkir og miskabætur til handa mönnum sem ekki fengu skipan séu skilaboð til ráðherra, að vera ekki að hlutast til um það. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, setur fram alvarlegar ásakanir í pistli sem Vísir birti í morgun. Hann segir að augljóst misræmi milli dóma megi rekja til þess sem hann kallar „valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt“. Hann telur vert að menn hafi þessa stöðu bak við eyrað ef þeir telji sig þurfa að sækja miskabætur á hendur ríkisins. Jón Steinar ber saman dóma og nefnir þann sem féll í vikunni en þar var Ástu Kristínu Andrésdóttur, sem ranglega hafði verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, synjað um bætur. Hæstiréttur staðfesti þannig dóm Landsréttar sem gekk á sömu leið fyrir um ári en þá sagði Ásta Kristin það hafa verið mikið áfall fyrir sig. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldunnar. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán En, árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Jón Steinar segir háðskur í pistili sínum að talið hafi verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. „Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt.“ Jón Steinar er þarna með óbeinum hætti að vísa til gagnrýni sem hann hefur áður sett fram á dómara, og þá einkum Markús Sigurbjörnsson, að þeir vilji ráða því alfarið sjálfir hverjir skipast sem slíkir og miskabætur til handa mönnum sem ekki fengu skipan séu skilaboð til ráðherra, að vera ekki að hlutast til um það.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. 6. mars 2019 10:23
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42