Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 18:30 Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd. Eurovision Tónlist Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. Duran Duran var stofnuð í Birmingham á Englandi fyrir 41 ári. Nick Rhodes hljómborðsleikari og John Taylor bassaleikari stofnuðu sveitina. Síðar bættust við trommuleikarinn Roger Taylor, gítarleikarinn Andy Taylor og söngvarinn Simon LeBon. Andy er hættur en hinir fjórir hafa starfað saman undanfarin ár.Nick Rhodes hlakkar mikið til að koma til Íslands aftur en Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005.Aftur til Íslands 14 árum síðar Duran Duran spilaði síðast á Íslandi 2005. Nick Rhodes hlakkar til að koma aftur til Íslands. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Nick segir að hljómsveitarmeðlimir hafi ákveðið að spila á stöðum sem þeir heimsóttu ekki í síðustu tónleikaferð sveitarinnar. „Mér fannst ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að það er liðinn áratugur og rúmlega það frá síðustu Íslandsferð okkar,“ segir Nick Rhodes. Duran Duran spilar í Danmörku þremur dögum síðar svo meðlimum sveitarinnar gefst ekki mikill tími til að skoða sig um hér á landi. „Við fáum vonandi einn frídag til að skoða okkur um á ykkar frábæra landi.“ Síðasta plata Duran Duran Paper Gods kom út 2015. Nick Rhodes segir að hljómsveitin vinni að nýrri plötu. „Vinna við nýju plötuna hófst fyrir nokkrum mánuðum. Þess á milli getum við leyft okkur að koma fram á tónleikum sem er mjög skemmtilegt. Við vildum ekki fara í stóra tónleikaferð heldur velja einstaka staði sem okkur langaði að spila á.“Fylgist ekki með Eurovision Samtalið við Nick barst að Eurovision sem nær hámarki með lokakeppninni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Íslenska laginu Hatrið mun sigra hefur verið spáð góðu gengi, hæst hefur það farið í 4. sætið hjá veðbönkum. Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikla athygli hjá erlendum fjölmiðlum - en ekki hjá Nick Rhodes, hljómborðsleikara Duran Duran. Hann segist ekki hafa fylgst með keppninni í áratug. „Það er mjög leiðinlegt að segja frá því að ég hef ekki séð eða heyrt eitt einasta Eurovisionlag í að minnsta kosti tíu ár. Ég fylgist ekkert með keppninni en ég veit að hún gleður marga,“ segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran.Í spilaranum að ofan geturðu heyrt viðtalið við Nick Rhodes í fullri lengd.
Eurovision Tónlist Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira