Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 18:30 Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39