Enski boltinn

Man. City að ganga frá kaupum á Þjóðadeildarmeistaranum Cancelo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joao Cancelo í leik með Juventus á undirbúningstímabilinu.
Joao Cancelo í leik með Juventus á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Manchester City eru í viðræðum við Juventus um kaup á portúgalska hægri bakverðinum, Joao Cancelo, en Englandsmeistararnir vilja ólmir fá Portúgalann.

City er talið ætla að borga fyrir Cancelo auk þess sem þer senda hinn 28 ára gamla Danilo til Juventus en Danilo hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu á Etihad.

Kyle Walker er hægri bakvörður númer eitt hjá Man. City en Pep Guardiola, stjóri félagsins, er talinn vilja styrkja hægri bakvarðarstöðuna. City keypti Walker á 45 milljónir punda.







Félögin hafa ekki komist að samkomulagi en það er talið nálagast. Cancelo hefur leikið með Juventus frá því sumarið 2018 en þá var hann keyptur fyrir 35 milljónir punda.

Cancelo var hluti af liði Portúgals sem varð Þjóðadeildarmeistari fyrr í sumar þó að hann hafi ekkert spilað í keppninnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×