Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2020 20:06 Eyjafjörður er sjókvíalaus, enn sem komið er. Vísir/Tryggvi Páll Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“ Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. Flestir flóar og firðir á öllu Norðurlandi hafa verið friðaðir fyrir laxeldi í sjó en ástæðan eru gjöfular laxveiðiár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill að Eyjafjörður bætist í hópinn. „Manni finnst mjög skrýtið að Eyjafjörðurinn sé skilinn eftir, og reyndar Öxarfjörðurinn líka, með tilliti til þess að ef laxinn sleppur úr þessum kvíum þá fer hann nú töluverða vegalengd eftir því sem við best vitum og það er ekki langt hérna á milli fjarða,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Tillaga hans um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verðir friðaður fyrir sjókvíaeldi var samþykkt í bæjarstjórn í vikunni. Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í meirihlutasamstarfi með L-listanum og Framsóknarflokknum greiddu atkvæði með minnihlutanum í atkvæðagreiðslunni, og var tillagan því samþykkt. Nefnir Gunnar ýmsar ástæður fyrir afstöðu sinni í málinu, en ekki síst gjöfular bleikjuveiðiár við Eyjafjörð. „Hér við Eyjafjörð eru líka viðkvæmir bleikjustofnar sem er alveg morgunljóst að ef að kemur upp laxalús í, sem er að gerast margítrekað fyrir vestan og austan eftir því sem ég best veit, ef að laxalúsin kemst í bleikjuna þá er hún bara dauð því að hún hefur ekkert hreystur til að verja sig,“ segir Gunnar. Áhætturnar sem fylgi sjókvíaeldi séu einfaldlega of miklar. „Það hefur enginn getað tryggt eitt né neitt í þessu þannig að af hverju ekki bara leyfa náttúrunni að njóta vafans og friða fjörðinn hérna?“ Sjókvíaeldið eigi betur heima á öðrum stöðum þar sem uppbygging þess sé vel á veg komin. Meirihluti bæjarfulltrúa á Akureyri virðist mótfallinn sjókvíaeldi við Eyjafjörð.Vísir/Einar „Menn hafa verið að gera vel á Austfjörðum og Vestfjörðum, þetta hefur skipt byggðirnar gríðarlegu máli vegna þess að þar eru kannski tækifæri til atvinnuuppbyggingar frekar lítil. Hér höfum við allt aðrar aðstæður,“ segir Gunnar. Málið varðar þó ekki bara Akureyri, enda fleiri sveitarfélög við Eyjafjörð. Gunnar segir að nú sé boltinn kominn í hendurnar á ráðherra, sem þurfi þá að taka ákvörðun. „Hann gerir það ekki bara með einu pennastriki, hann hlýtur þá að kalla eftir viðbrögðum og viðhorfum annarra sveitarfélaga.Þetta er hins vegar afstaða okkar til málsins og það er bara rétt að nefna það að þar sem Fjallabyggð hefur verið að sækja það stíft að koma upp fiskeldi út með firði, þeir hafa ekki verið að spyrja okkur um það hvað okkur finnst í raun.“
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira