Innlent

Hjúkrunar­fræðingar sam­þykkja miðlunar­til­lögu ríkis­sátta­semjara

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hjúkrunarfræðingar söfnuðust í liðinni viku saman fyrir utan Karphúsið til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu.
Hjúkrunarfræðingar söfnuðust í liðinni viku saman fyrir utan Karphúsið til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti rétt í þessu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Fíh og fjármála- og efnahagsráðherra. Tillagan var samþykkt með 64,36 prósent atkvæða, 2726 voru á kjörskrá og greidu 78,43 prósent þeirra atkvæði.

Fjármála- og efnahagsráðherra samþykkti tillöguna einnig. Nýr kjarasamningur hefur því komist á og mun hann gilda til 31. Mars 2023. Niðurstaða Gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamningsins mun liggja fyrir 1. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum

Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins.

Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga

Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×