Minnkandi frjósemi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2020 10:46 Minnkandi frjósemi er mikið áhyggjuefni samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum. Getty Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein? Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein?
Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30