LeBron tók mynd af Björgvini og Kobe á Ólympíuleikunum í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 11:06 Björgvin Páll sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. getty/Cameron Spencer Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012. Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins og Hauka, rifjaði upp kynni sín af körfuboltastjörnunum LeBron James og Kobe Bryant heitnum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Björgvin og félagar í íslenska landsliðinu unnu Ólympíusilfur í Peking og framganga strákanna okkar vakti athygli annarra íþróttamanna, m.a. stjarnanna í bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Á Ólympíuleikunum 2008 var ég bara ungur og ferskur og einhvern veginn ómeðvitaður um allt. Í Ólympíuþorpinu voru allir að taka myndir af öllum en þú vilt ekki stoppa alla; sumir gera þetta ekki og sumir taka ekki myndir. Ég var bara að njóta augnabliksins og var ekkert feiminn við að gera það sem ég vildi,“ sagði Björgvin við Sölva. Bandaríska körfuboltalandsliðið tók hús á íslenska handboltalandsliðinu í Ólympíuþorpinu. Skömmu síðar rakst Björgvin aftur á þá Kobe og LeBron í matartjaldinu. „Þá sitja Kobe Bryant og LeBron á borði og LeBron kallar í mig og þeir voru að spyrja meira út í Ísland og handbolta. Þeir sögðust ætla að mæta á leik en gerðu það ekki,“ sagði Björgvin sem langaði í myndir af sér með stórstjörnunum. „Það var ekkert mál. Stelpa sem sat með okkur á borði tók myndina. Svo langaði mig líka í mynd með Kobe sem sat á móti okkur. Ég fór yfir en stelpan náði ekki nógu góðri mynd þannig að LeBron tók símann af henni og sagði: „This will be my fyrst and only picture in the Olympics“ og tók mynd af mér og Kobe. Ég er enn að bíða eftir því að einhver sendi mér mynd af því þegar LeBron er að taka mynd af mér og Kobe.“ LeBron er handstór og Björgvin hafði áhyggjur af símanum sínum í hrömmunum á honum. „Hann er með svo stóra putta að ég hafði áhyggjur af því að hann myndi kremja símann minn,“ sagði Björgvin. Líkt og fyrir Björgvin voru Ólympíuleikarnir í Peking góðir fyrir LeBron og Kobe en Bandaríkjamenn unnu Ólympíugull eftir átta ára bið. Þeir urðu aftur Ólympíumeistarar með bandaríska liðinu í London 2012.
Handbolti NBA Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir „Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Fékk vandamálin beint í æð“ Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. ágúst 2020 14:29
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti