Sérsníða líkamsrækt fyrir ungt fólk með kvíða Ekki gefast upp! 14. ágúst 2020 10:17 Sigurður, Alexandra Sif og Stefán eru meðal þjálfara sem halda utan um líkamræktarnámskeiðin hjá Ekki gefast upp. Líkamsræktarnámskeið fyrir ungt fólk sem glímir við kvíða og þunglyndi hefjast núna í ágúst hjá Ekki gefast upp! en starfsemin hefur verið í gangi síðan árið 2016. Stefán Ólafur Stefánsson, einn af stofnendum þess segir nauðsynlegt að koma til móts við ungmenni sem eru í þessum sporum. Allir viti af þeim jákvæðu áhrifum sem hreyfing geti haft á andlega líðan en erfiðara getur reynst að stíga skrefið sem þarf til að byrja að hreyfa sig. „Rannsóknir sýna að líkamsrækt og hreyfing er mikilvæg andlegri líðan en það er oft mjög erfitt fyrir einstakling sem að líður illa að taka skrefið og byrja að hreyfa sig. Við viljum auðvelda það skref með því að skapa andrúmsloft sem er sérsniðið að þeim hópi sem hefur ekki fundið sig í skipulögðu íþróttastarfi eða almennri líkamsrækt. Við reynum að taka alla þá kvíðavaldandi þætti út sem við teljum að geti haft neikvæð áhrif og okkar eina markmið er að skapa gleði. Við t.d. snúum frá speglum, lesum ekki upp, höfum æfingarnar einfaldar og pössum að krakkarnir þurfi ekki sjálf að para sig saman,“ útskýrir Stefán. „Þá mætum við þeim þar sem þau eru stödd hverju sinni og ef þau t.d. eiga erfitt með að mæta inn í sal í fyrsta tíma, þá komum við bara út í bíl og spjöllum. Minnum þau á að þau séu allavega mætt á staðinn og það sé hellings afrek. Svo byggjum við bara á því. Markmiðið okkar er að þau upplifi jákvæðar tilfinningar við að hreyfa sig og ef þær eru ekki til staðar þurfum við bara að gera betur, aðlaga æfinguna að viðkomandi eða gera eitthvað öðruvísi. Líkamsrækt og hreyfing á að vera skemmtileg.“ Námskeiðin hefjast 24. og 25 ágúst nk. og eru fjórar mismunandi tímasetningar í boði. Skráning er í fullum gangi á ekkigefastupp.is en áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst þar sem námskeiðin eru yfirleitt fljót að fyllast. Aðeins 10 pláss eru í boði í hverjum hóp en þau eruætluð ungmennum frá aldrinum 14 til 18 ára. „Við viljum hafa þetta fámenna hópa en mikil áhersla er lögð á persónulega nálgun og að einstaklingurinn fái það aðhald sem hann þarf. Þá er æft í lokuðum sal á lágmarksálagstíma í stöðinni.“ „Sumir sem koma til okkar hafa verið að hreyfa sig eitthvað áður en aðrir ekki neitt. En það skiptir engu máli því allir eru á sínum forsendum. Mörg þessara krakka eiga líka neikvæða reynslu að baki varðandi hreyfingu sem hefur grafið undan sjálfstraustinu. Þau hafa ýmist ekki fundið sig í því samkeppnisumhverfi sem gjarnan fylgir íþróttum eða upplifað einelti og stríðni í skólaíþróttum,“ segir Stefán. „ Jákvæð upplifun af hreyfingu í æsku skiptir miklu máli og eykur líkur á því að einstaklingur taki upp heilbrigðan lífsstíl á fullorðinsárum. Skólaíþróttir í grunnskólum þurfa að mínu mati að leggja meiri áherslu á að skapa þessa ánægju og taka meira mið af einstaklingnum og hans styrkleikum. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að hlúa vel að þeim hópi sem finnur sig ekki í almennri líkamsrækt eða skipulögðu íþróttastarfi.“ „Við leggjum áherslu á æfingar í tækjasal ásamt stöðvaþjálfun. Við reynum að byggja upp sjálfstraust með einföldum æfingum svo krakkarnir finni fljótt hvað þau geta og að það sé oft miklu meira en þau halda. Hreysti og styrkur sé ekki bara bundin við það að vera með kviðvöðva. Við viljum skapa umhverfi þar sem þau njóta sín og ef þau mæta í tímann og fara út með bros á vör er markmiðinu náð. Sumir halda áfram hjá okkur meðan aðrir fara í einhverja aðra hreyfingu og finna sig svo kannski í einhverri íþrótt,“ segir Stefán. „Við fengum mynd senda um daginn frá foreldri af barninu sínu á verðlaunapalli en það hafði orðið íslandsmeistari í sinni grein. Það var ótrúlega gaman og okkur sem stöndum að þessu þótti afskaplega vænt um þessa sendingu. Við eigum öll íþróttabakgrunn að baki og vitum hvað hreyfingin hefur gert fyrir okkur. Að sjá einstakling sem kom í gegnum námskeiðið okkar, búinn að finna sína hreyfingu og líður vel í henni gefur okkur auka kraft í að halda þessu áfram.“ Ekki gefast upp! hefur starfað frá árinu 2016 en fimm þjálfarar, sem allir hafa reynslu af því að vinna með ungu fólki með andlega vanlíðan standa að námskeiðunum. „Við erum afar góð heild og brennum öll fyrir þessu sem gerir þetta svo skemmtilegt. Ég og Siggi ásamt Alexöndru Sif, Sunnu Rut og Magnúsi eigum okkur þann draum að stækka þessa hugmyndafræði sem mest og erum sífellt að leita leiða til að gera það að veruleika. Við viljum gera þetta að stóru íþróttafélagi svo ef einhverjir áhugasamir vilja koma í þá vegferð með okkur að þá erum við alltaf til í að taka umræðuna.“ „Síðustu ár höfum við verið í samstarfi við Litlu kvíðamiðstöðina og Jakó og þá höfum við einnig hafið samstarf við markþjálfann Lindu Huld Loftsdóttur sem mun bjóða upp ámarkþjálfun hjá okkur í vetur. Hún er með diplóma gráðu í meðferðarráðgjöf, mjög fær á sínu sviði og brennur fyrir því að starfa með ungu fólki. Svo hún passar fullkomlega inn í okkar starf.“ Námskeiðin fara fram í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9 og byrja þann 24. og 25. ágúst næstkomandi. „Aðstaðan er frábær, andrúmsloftið er rólegt og gott og stöðin í raun mætir öllum okkar þörfum,“ útskýrir Stefán. „Þá hafa allar viðeigandi ráðstafanir verið gerðar fyrir covid 19 og rúmlega það sem er auðvitað afar mikilvægt.“ Boðið er upp á fjóra mismunandi æfingartíma sem annars vegar eru á mánudögum og miðvikudögum eða þriðjudögum og fimmtudögum. Þá er hægt að nýta frístundarstyrkinn við greiðslu á námskeiðunum en greitt er í gegnum nóra greiðslukerfið. Skráning fer fram hér, takmörkuð sæti eru í boði. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni ekkigefastupp.is og einnig er hægt að senda póst á ekkigefastupp@ekkigefastupp.is Ekki gefast upp! er bæði á Facebook og á Instagram Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira
Líkamsræktarnámskeið fyrir ungt fólk sem glímir við kvíða og þunglyndi hefjast núna í ágúst hjá Ekki gefast upp! en starfsemin hefur verið í gangi síðan árið 2016. Stefán Ólafur Stefánsson, einn af stofnendum þess segir nauðsynlegt að koma til móts við ungmenni sem eru í þessum sporum. Allir viti af þeim jákvæðu áhrifum sem hreyfing geti haft á andlega líðan en erfiðara getur reynst að stíga skrefið sem þarf til að byrja að hreyfa sig. „Rannsóknir sýna að líkamsrækt og hreyfing er mikilvæg andlegri líðan en það er oft mjög erfitt fyrir einstakling sem að líður illa að taka skrefið og byrja að hreyfa sig. Við viljum auðvelda það skref með því að skapa andrúmsloft sem er sérsniðið að þeim hópi sem hefur ekki fundið sig í skipulögðu íþróttastarfi eða almennri líkamsrækt. Við reynum að taka alla þá kvíðavaldandi þætti út sem við teljum að geti haft neikvæð áhrif og okkar eina markmið er að skapa gleði. Við t.d. snúum frá speglum, lesum ekki upp, höfum æfingarnar einfaldar og pössum að krakkarnir þurfi ekki sjálf að para sig saman,“ útskýrir Stefán. „Þá mætum við þeim þar sem þau eru stödd hverju sinni og ef þau t.d. eiga erfitt með að mæta inn í sal í fyrsta tíma, þá komum við bara út í bíl og spjöllum. Minnum þau á að þau séu allavega mætt á staðinn og það sé hellings afrek. Svo byggjum við bara á því. Markmiðið okkar er að þau upplifi jákvæðar tilfinningar við að hreyfa sig og ef þær eru ekki til staðar þurfum við bara að gera betur, aðlaga æfinguna að viðkomandi eða gera eitthvað öðruvísi. Líkamsrækt og hreyfing á að vera skemmtileg.“ Námskeiðin hefjast 24. og 25 ágúst nk. og eru fjórar mismunandi tímasetningar í boði. Skráning er í fullum gangi á ekkigefastupp.is en áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst þar sem námskeiðin eru yfirleitt fljót að fyllast. Aðeins 10 pláss eru í boði í hverjum hóp en þau eruætluð ungmennum frá aldrinum 14 til 18 ára. „Við viljum hafa þetta fámenna hópa en mikil áhersla er lögð á persónulega nálgun og að einstaklingurinn fái það aðhald sem hann þarf. Þá er æft í lokuðum sal á lágmarksálagstíma í stöðinni.“ „Sumir sem koma til okkar hafa verið að hreyfa sig eitthvað áður en aðrir ekki neitt. En það skiptir engu máli því allir eru á sínum forsendum. Mörg þessara krakka eiga líka neikvæða reynslu að baki varðandi hreyfingu sem hefur grafið undan sjálfstraustinu. Þau hafa ýmist ekki fundið sig í því samkeppnisumhverfi sem gjarnan fylgir íþróttum eða upplifað einelti og stríðni í skólaíþróttum,“ segir Stefán. „ Jákvæð upplifun af hreyfingu í æsku skiptir miklu máli og eykur líkur á því að einstaklingur taki upp heilbrigðan lífsstíl á fullorðinsárum. Skólaíþróttir í grunnskólum þurfa að mínu mati að leggja meiri áherslu á að skapa þessa ánægju og taka meira mið af einstaklingnum og hans styrkleikum. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að hlúa vel að þeim hópi sem finnur sig ekki í almennri líkamsrækt eða skipulögðu íþróttastarfi.“ „Við leggjum áherslu á æfingar í tækjasal ásamt stöðvaþjálfun. Við reynum að byggja upp sjálfstraust með einföldum æfingum svo krakkarnir finni fljótt hvað þau geta og að það sé oft miklu meira en þau halda. Hreysti og styrkur sé ekki bara bundin við það að vera með kviðvöðva. Við viljum skapa umhverfi þar sem þau njóta sín og ef þau mæta í tímann og fara út með bros á vör er markmiðinu náð. Sumir halda áfram hjá okkur meðan aðrir fara í einhverja aðra hreyfingu og finna sig svo kannski í einhverri íþrótt,“ segir Stefán. „Við fengum mynd senda um daginn frá foreldri af barninu sínu á verðlaunapalli en það hafði orðið íslandsmeistari í sinni grein. Það var ótrúlega gaman og okkur sem stöndum að þessu þótti afskaplega vænt um þessa sendingu. Við eigum öll íþróttabakgrunn að baki og vitum hvað hreyfingin hefur gert fyrir okkur. Að sjá einstakling sem kom í gegnum námskeiðið okkar, búinn að finna sína hreyfingu og líður vel í henni gefur okkur auka kraft í að halda þessu áfram.“ Ekki gefast upp! hefur starfað frá árinu 2016 en fimm þjálfarar, sem allir hafa reynslu af því að vinna með ungu fólki með andlega vanlíðan standa að námskeiðunum. „Við erum afar góð heild og brennum öll fyrir þessu sem gerir þetta svo skemmtilegt. Ég og Siggi ásamt Alexöndru Sif, Sunnu Rut og Magnúsi eigum okkur þann draum að stækka þessa hugmyndafræði sem mest og erum sífellt að leita leiða til að gera það að veruleika. Við viljum gera þetta að stóru íþróttafélagi svo ef einhverjir áhugasamir vilja koma í þá vegferð með okkur að þá erum við alltaf til í að taka umræðuna.“ „Síðustu ár höfum við verið í samstarfi við Litlu kvíðamiðstöðina og Jakó og þá höfum við einnig hafið samstarf við markþjálfann Lindu Huld Loftsdóttur sem mun bjóða upp ámarkþjálfun hjá okkur í vetur. Hún er með diplóma gráðu í meðferðarráðgjöf, mjög fær á sínu sviði og brennur fyrir því að starfa með ungu fólki. Svo hún passar fullkomlega inn í okkar starf.“ Námskeiðin fara fram í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9 og byrja þann 24. og 25. ágúst næstkomandi. „Aðstaðan er frábær, andrúmsloftið er rólegt og gott og stöðin í raun mætir öllum okkar þörfum,“ útskýrir Stefán. „Þá hafa allar viðeigandi ráðstafanir verið gerðar fyrir covid 19 og rúmlega það sem er auðvitað afar mikilvægt.“ Boðið er upp á fjóra mismunandi æfingartíma sem annars vegar eru á mánudögum og miðvikudögum eða þriðjudögum og fimmtudögum. Þá er hægt að nýta frístundarstyrkinn við greiðslu á námskeiðunum en greitt er í gegnum nóra greiðslukerfið. Skráning fer fram hér, takmörkuð sæti eru í boði. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni ekkigefastupp.is og einnig er hægt að senda póst á ekkigefastupp@ekkigefastupp.is Ekki gefast upp! er bæði á Facebook og á Instagram
Skráning fer fram hér, takmörkuð sæti eru í boði. Allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni ekkigefastupp.is og einnig er hægt að senda póst á ekkigefastupp@ekkigefastupp.is Ekki gefast upp! er bæði á Facebook og á Instagram
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira