Erlent

Einn reyndasti samninga­maður Palestínu­manna látinn af völdum Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Sael Erekat hefur verið einn mest áberandi maður stjórnar Palestínumanna síðustu áratuga.
Sael Erekat hefur verið einn mest áberandi maður stjórnar Palestínumanna síðustu áratuga. Getty

Saeb Erekat, einn reyndasti friðarsamningamaður Palestínumanna og framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), er látinn af völdum Covid-19. Hann varð 65 ára.

Erekat hefur síðustu áratugi verið einn mest áberandi samningamaður Palestínumanna í friðarviðræðum við Ísraela. Hefur hann verið aðalsamningamaður PLO og einn nánasti ráðgjafi bæði Yassers Arafat heitins og núverandi forseta, Mahmoud Abbas. 

Erekat var sömuleiðis framkvæmdastjóri PLO.

Erekat tók þátt í nærri öllum friðarsamningalotum Ísraela og Palestínumanna frá árinu 1991 þar sem hann talaði fyrir tveggja ríkja lausn í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Erekat var lagður inn á sjúkrahús í Jerúsalem í október síðastliðinn vegna Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×