Handbolti

Grétar Ari á leið til Frakklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grétar Ari varði 36,1 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í Olís-deild karla í vetur.
Grétar Ari varði 36,1 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í Olís-deild karla í vetur. vísir/bára

Handboltamaðurinn Grétar Ari Guðjónsson gengur í raðir franska B-deildarliðsins Nice frá Haukum fyrir næsta tímabil. Frá þessu var greint í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.

Grétar Ari hefur verið aðalmarkvörður Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann var með næstbestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deild karla á síðasta tímabili, eða 36,1 prósent.

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er á heimleið og mun verja mark Hauka á næsta tímabili ásamt Andra Sigmarssyni Scheving.

Auk Hauka hefur Grétar Ari leikið með Selfossi og ÍR hér á landi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í íslenska A-landsliðið og var aðalmarkvörður U-18 ára liðsins sem vann til bronsverðlauna á HM 2015.

Nice endaði í 9. sæti frönsku B-deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur leikið í B-deildinni síðan 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×