Lýsti kveðjusímtali við fjölskyldu sína fyrir öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 22:12 Bretar hafa orðið nokkuð illa úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar og hafa rúmlega 28 þúsund dáið, samkvæmt opinberum tölum. Hér má sjá sérstakt Covid-19 sjúkrahús sem reist var í Skotlandi. EPA/Robert Perry Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Hinn breski Darren Buttrick grátbað hjúkrunarfræðinga og lækna um að láta hann ekki deyja áður en hann náði að tala við fjölskyldu sína. Hann fékk svo korter til að hringja nokkur símtöl áður en hann var færður á gjörgæslu og í öndunarvél vegna veikinda hans af völdum Covid-19. Buttrick greindist með veiruna þann 11. mars og var hann ekki með neina undirliggjandi heilsukvilla. Hiti hans fór yfir fjörutíu gráður og sagði hann að það að anda væri eins og vera kyrktur. Hann var þó settur í dá og á öndunarvél. „Ég grét og grátbað læknana og hjúkrunarfræðingana um að láta mig ekki deyja. Ég grátbað,“ sagði Buttrick við Sky News. Eins og áður segir fékk hann að hringja nokkur símtöl. „Að þurfa að segja það við Angelu, foreldra mína, bræður, systur, fjölskyldu, vini, að þetta gæti verið síðasta samtal okkar og að ég elskaði þau. Það var mjög erfitt og ég hágrét.“ Einn hjúkrunarfræðingur hét því þó að Buttrick myndi ekki deyja. Hann segir hana hafa horft á hann og sagt að þau myndu bjarga honum. síðan hafi hún sagt honum að telja upp að tíu. „Ég held ég hafi komist í þrjá og ég hugsaði að mögulega myndi ég aldrei vakna aftur. Þarna gæti ég verið að deyja. Sem betur fer vaknaði ég og náði mér.“ Buttrick hefur náð sér að fullu en hann segist eiga erfitt með að gleyma því sem hann sá á gjörgæslunni. Það hafi verið hræðilegt að sjá allt þetta fólk meðvitundarlaust í öndunarvélum og það muni fylgja honum til æviloka. A father of three who survived #COVID19 has revealed how nurses gave him 15 minutes to call loved ones in case he never came out of intensive care https://t.co/dMHqq6b00A— SkyNews (@SkyNews) May 3, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51 Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45 Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, þó fjöldi látinna sé álíka mikill. 3. maí 2020 17:51
Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. 3. maí 2020 15:45
Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Mjög fáir Bretar telja að nú sé rétti tíminn til að opna skóla, veitingastaði, leikvelli og aðra vettvangi á nýjan leik. 2. maí 2020 23:33