„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 14:26 Leikmenn Íslands voru súrir á svip eftir tapið fyrir Sviss í gær. epa/Anne-Christine Poujoulat Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. „Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira