Svandís útilokar ekki breytingu á lögum Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2021 16:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokar ekki lagabreytingu vegna sóttvarnaaðgerða við landamærin. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum sem tekur gildi á miðnætti. Nú er ekki skylda að fara á sóttkvíarhótel ef maður getur uppfyllt nauðsynleg skilyrði heimasóttkvíar, svo sem um að enginn annar sé til dvalar í sama húsnæði. Ráðherra segir í viðtali við fréttastofu að hún hafi verið fullvissuð um það af sínu fólki í ráðuneytinu að nýja reglugerðin standist gildandi lög. „Þetta er í raun og veru orðið skýrara, ef svo má að orði komast. Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku og tryggja útiveru,“ segir Svandís. Reglugerðin byggir á tillögum sóttvarnalæknis. „Í raun og veru hef ég algerlega tekið undir allar tillögur sóttvarnalæknis og gert þær að mínum með því að setja þær inn í nýja reglugerð,“ segir Svandís. „Það eru reyndar tvær tillögur sem eru ekki beinlínis á mínu valdsviði en ég uppfylli þær með því að skrifa bréf. Það er annars vegar að hækka sektir umtalsvert sem er á borði ríkissaksóknara og hins vegar er tillaga um það að herða eftirlit og hafa það markvissara og það er þá ríkislögreglustjóri sem fær það erindi til sín,“ heldur ráðherra áfram. Önnur breyting á reglugerðinni er sú að gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví, getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi. Útilokar ekki lagabreytingu Rætt hefur verið um að breyta þurfi lögum til að gera löglegt það sem reyndist ólögmætt fyrirkomulag fyrir dómstólum, um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli. Svandís segir að ný reglugerð útiloki ekki að lagabreytingar komi til. „Ég held að það sé ekki útilokað að enn sé þörf á að breyta lögum. Við þurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga.“ Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld. „Við ættum að sjá áhrif þessara breytinga fljótt og vel,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís sagði í gær í kvöldfréttum Stöðvar 2 að markmiðið væri að ná utan um smit í samfélaginu og að þau kæmust ekki inn í landið. Hún sagði þá að ef niðurstaða Landsréttar væri sú sama og héraðsdóms, sem hún var, þá yrði að huga að því hvernig mætti ná þessum sömu markmiðum með öðrum hætti. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Ráðherra segir í viðtali við fréttastofu að hún hafi verið fullvissuð um það af sínu fólki í ráðuneytinu að nýja reglugerðin standist gildandi lög. „Þetta er í raun og veru orðið skýrara, ef svo má að orði komast. Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku og tryggja útiveru,“ segir Svandís. Reglugerðin byggir á tillögum sóttvarnalæknis. „Í raun og veru hef ég algerlega tekið undir allar tillögur sóttvarnalæknis og gert þær að mínum með því að setja þær inn í nýja reglugerð,“ segir Svandís. „Það eru reyndar tvær tillögur sem eru ekki beinlínis á mínu valdsviði en ég uppfylli þær með því að skrifa bréf. Það er annars vegar að hækka sektir umtalsvert sem er á borði ríkissaksóknara og hins vegar er tillaga um það að herða eftirlit og hafa það markvissara og það er þá ríkislögreglustjóri sem fær það erindi til sín,“ heldur ráðherra áfram. Önnur breyting á reglugerðinni er sú að gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví, getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi. Útilokar ekki lagabreytingu Rætt hefur verið um að breyta þurfi lögum til að gera löglegt það sem reyndist ólögmætt fyrirkomulag fyrir dómstólum, um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli. Svandís segir að ný reglugerð útiloki ekki að lagabreytingar komi til. „Ég held að það sé ekki útilokað að enn sé þörf á að breyta lögum. Við þurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga.“ Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld. „Við ættum að sjá áhrif þessara breytinga fljótt og vel,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís sagði í gær í kvöldfréttum Stöðvar 2 að markmiðið væri að ná utan um smit í samfélaginu og að þau kæmust ekki inn í landið. Hún sagði þá að ef niðurstaða Landsréttar væri sú sama og héraðsdóms, sem hún var, þá yrði að huga að því hvernig mætti ná þessum sömu markmiðum með öðrum hætti.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36