YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 17:25 YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann vegna myndbanda sem talin eru draga alvarleika heimsfaraldursins í efa. Getty/Anadolu Agency Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira