Erlent

Handtekinn við Windsor-kastala með lásboga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elísabet II Bretlandsdrottning er enn í fullu fjöri.
Elísabet II Bretlandsdrottning er enn í fullu fjöri. Steve Parsons - WPA Pool/Getty Images)

Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú myndband sem tengt hefur verið við mann sem handtekinn var vopnaður lásboga í grennd við Windsor-kastala á Jóladag.

Í myndbandinu, sem breskir fjölmiðlar hafa fjallað um, má sjá grímuklæddan mann halda því fram að hann ætli sér að taka Bretlandsdrottningu af lífi, til þess að hefna sín.

Lögreglan í Bretlandi segir að myndbandið sé nú til rannsóknar eftir að nítján ára einstaklingur var handtekinn við kastalann á Jóladag.

Hafði hann komist inn á lóðina við kastalann vopnaður lásboga. Var hann handtekinn fyrir að hafa farið í óleyfi inn á kastalalóðina og fyrir að hafa vopn í fórum sínum.

Elísabet II dvaldi í kastalanum yfir hátíðisdagana og fékk meðal annars heimsókn frá Karli Bretaprins og Játvarði prins, sonum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×