Sport

Dagskráin í dag: Ítalski og íslenski boltinn, úrslitaleikur á Spáni, golf og Subwaydeild kvenna

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru í beinni á Stöð 2 Sport 3
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eru í beinni á Stöð 2 Sport 3 EPA-EFE/SIMONE ARVEDA

Það er nóg um að vera á Sportstöðvum Stöðvar 2 Sport þennan sunnudaginn eins og aðra.

Stöð 2 Sport er heimili ítalska boltans á Íslandi og í dag verða sýndir fjórir leikir. Strax klukkan 11:20 fer leikur Fiorentina og Atalanta af stað á Stöð 2 Sport 3. Á sömu stöð klukkan 13:50 er leikur Venezia og Genoa á Dagskrá og klukkan 16:50 fara Inter og Sassuolo af stað. Klukkan 19:35 fá Udinese svo Lazio í heimsókn.

Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum í körfubolta fer fram á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17:20.

Lengjubikarinn heldur áfram í dag með leik KR og Vestra sem hefst á Stöð 2 Sport klukkan 11:40.

Subwaydeild kvenna er svo á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 18:20. Stórleikur á ferðinni. Haukar - Njarðvík.

Þá er sýnt frá golfi, en Genesis boðsmótið fer fram í Kaliforníu þessa helgina. Útsendingin hefst á Stöð 2 Gold klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×