Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 06:49 Volódímír Selenskíj forseti Úkraínu telur markmið Rússa að fella þjóðhöfðingjann - sig. AP/Ukrainian Presidential Press Office Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20
NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14
Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00