Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 18:57 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir tugi eða jafnvel hundrað manns í samfélaginu á hverjum tíma sem geti flokkast undir tifandi tímasprengjur. Vísir/Ívar Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann. Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi miðar vel en karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið. Að sögn lögreglu er búið að ræða við öll vitni en gera má ráð fyrir að rannsóknin standi yfir í nokkra mánuði. Meðal annars þarf mat að fara fram á hinum grunaða og ástandi hans, líkt og venjan er í alvarlegum ofbeldismálum. Nágrannar hafa lýst því að maðurinn sem liggur undir grun, sem er fæddur árið 2001, hafi verið ógnandi í hegðun sinni og til vandræða um árabil og jafnvel gerst uppvís að dýraníð. Einn taldi ljóst að hann þyrfti á sértækum úrræðum að halda. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir lítið gert fyrir slíka einstaklinga, þó hann geti ekkert fullyrt nákvæmlega um ástand hins grunaða í Barðavogi. Hann vísar þó til þess að rætt hafi verið um manninn sem tifandi tímasprengju og segir marga slíka einstaklinga úti í samfélaginu. „Þessar tímasprengjur eru alveg tugir manna og jafnvel hundrað hverju sinni í dag, þó þeir séu ekki allir í afbrotum. Það eru engin úrræði í boði og þarna þarf klárlega að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að margir einstaklingar sem flokka mætti sem svokallaðar tímasprengjur vilji í raun aðstoð en að það sé barátta að koma þeim í viðeigandi úrræði. Geðdeildirnar og meðferðardeildir senda einstaklinga fram og til baka. „Ég þekki þetta frá okkar fólki og okkar starfi í Afstöðu, þar er algjört úrræðaleysi, bæði þegar kemur að föngum sem eru í fangelsi og í eftirfylgni,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld skorti vilja og langtímasýn Einhverjir hafa velt vöngum yfir sakhæfni mannsins sem að er grunaður um morðið í Barðavogi en Guðmundur segir dæmi um að dómarar hafi dæmt einstaklinga sakhæfa, sem voru ósakhæfir samkvæmt geðmati. Það rekur Guðmundur til almenningsálits og segir hann nokkur dæmi um slíkt. „Menn fá klárlega ekki aðstoð í fangelsum landsins, það er ekki staður til að senda veikt fólk á,“ segir Guðmundur. „Það vantar bara úrræði, það vantar úrræði fyrir sakhæfa einstaklinga sem eru veikir, það vantar fleiri úrræði fyrir ósakhæfa, og svo vantar náttúrulega alla eftirfylgni.“ Hann segir Ísland marga áratugi á eftir í þessum málum þar sem skort er á langtímasýn. Við erum ekki að hugsa þessi mál tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann eins og Norðurlöndin eru að gera. Það virðast bara vera plástrar alltaf settir á sárið en ekkert hugsað heildstætt, það er bara staðan í dag,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að um viljaleysi stjórnvalda sé að ræða og mikil þörf er á breytingum. „Það þarf bara að gera heildarendurskoðun á lögum um geðheilbrigðiskerfið og fangelsiskerfið og þessi lög þurfa að vinna saman,“ segir hann.
Manndráp í Barðavogi Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32 Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34 Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. 6. júní 2022 19:32
Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 6. júní 2022 11:34
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent