Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Ellen Geirsdóttir Håkansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. júlí 2022 10:49 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. Í viðtali í kvöldfréttum á fimmtudag sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum um hæli. Héraðsdómur sneri við þeirri ákvörðun, þar sem sannað þótti að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook sama kvöld og skrifaði að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hún gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Í viðtali í kvöldfréttum í gær segir framkvæmdastjóri Samtakanna 78 ummælin dæma sig sjálf, þau séu ekki bara ósmekkleg og heimskuleg heldur grafi einnig undan trausti á réttarríkinu. „Í þriðja lagi kannski þá erum við bara að fá að sjá toppinn á ísjakanum um þessa kerfislægu fordóma í rauninni sem þessi hópur verður fyrir,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Aðspurður hvort Samtökin 78 hafi heyrt af því að menn hafi þurft að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni segir Daníel mörg dæmi um það. Hann segir Útlendingastofnun og kærunefnd fara langt í rannsóknarvinnu sinni. Ef einstaklingur hafi mögulega verið í sambandi með konu löngu áður en hann kom til landsins sé hann ekki sagður hinsegin og hafnað á þeim grundvelli. „Svo eru bara fleiri dæmi um að þeir hafi þurft að taka upp myndbönd af sér mögulega í kynlífi við aðra menn til að sanna einfaldlega fyrir stofnunum að þeir séu vissulega hinsegin,“ segir Daníel. Hvað varðar brottrekstur Helga segir Daníel spurninguna erfiða, „meina það er náttúrulega verið að grafa undan þessu trausti og ég meina það er mjög alvarlegt þannig ég held að ríkissaksóknari, ég held að hún þurfi að hugsa svolítið málið yfir helgina.“ Hinsegin Hælisleitendur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. 22. júlí 2022 20:00 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum á fimmtudag sagði Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum um hæli. Héraðsdómur sneri við þeirri ákvörðun, þar sem sannað þótti að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook sama kvöld og skrifaði að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hún gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Í viðtali í kvöldfréttum í gær segir framkvæmdastjóri Samtakanna 78 ummælin dæma sig sjálf, þau séu ekki bara ósmekkleg og heimskuleg heldur grafi einnig undan trausti á réttarríkinu. „Í þriðja lagi kannski þá erum við bara að fá að sjá toppinn á ísjakanum um þessa kerfislægu fordóma í rauninni sem þessi hópur verður fyrir,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Aðspurður hvort Samtökin 78 hafi heyrt af því að menn hafi þurft að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni segir Daníel mörg dæmi um það. Hann segir Útlendingastofnun og kærunefnd fara langt í rannsóknarvinnu sinni. Ef einstaklingur hafi mögulega verið í sambandi með konu löngu áður en hann kom til landsins sé hann ekki sagður hinsegin og hafnað á þeim grundvelli. „Svo eru bara fleiri dæmi um að þeir hafi þurft að taka upp myndbönd af sér mögulega í kynlífi við aðra menn til að sanna einfaldlega fyrir stofnunum að þeir séu vissulega hinsegin,“ segir Daníel. Hvað varðar brottrekstur Helga segir Daníel spurninguna erfiða, „meina það er náttúrulega verið að grafa undan þessu trausti og ég meina það er mjög alvarlegt þannig ég held að ríkissaksóknari, ég held að hún þurfi að hugsa svolítið málið yfir helgina.“
Hinsegin Hælisleitendur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. 22. júlí 2022 20:00 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. 22. júlí 2022 20:00
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. 22. júlí 2022 15:04
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41