Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:04 Dagur B. Eggertsson vill bregðast við auknum vopnaburði og hnífstungumálum í miðbænum. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðsoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir mikla mildi að tveir ofurölvi bílstjórar hafi ekki valdið stórslysum þegar þeir óku inn á svæði þar sem mikill mannfjöldi var á Menningarnótt. Vísir Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. Tvöfalt fleiri mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt en kvöldið á undan. Þó nokkur alvarleg atvik komu upp. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir alvarlegasta málið hafa verið hnífstunguárás á Lækjartorgi þar sem tveir slösuðust. „Það eru rauð flögg hjá okkur þegar við sjáum helgi eftir helgi átök sem enda með því að eggvopnum er beitt. Við erum ekki sátt við það og ekki heldur samfélagið,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá LRH. Ásgeir segir enn fremur mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys í miðbænum vegna ölvunaraksturs skömmu eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. „Við fengum tilkynningar að ölvaðir ökumenn væru að keyra um eftir flugeldasýninguna þar sem áttu aðeins að vera gangandi vegfarendur. Annar þeirra ók utan í mann á rafhlaupahjóli við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu þar sem var fyrir gríðarlegur mannfjöldi. Við náðum honum svo á Sæbraut. Hinn keyrði út Lindargötu og að Lækjargötu þar sem hann náðist mjög nálægt stóra sviðinu. Þá var hann búinn að keyra á tvö bíla. Þar var líka mikill mannfjöldi á leið heim eftir tónleika og flugeldasýningu. Það er í raun mesta mildi að ekki hafi farið ver,“ segir Ásgeir. Ökumennirnir voru látnir gista fangageymslur. Þá náðist hópárás á mynd á Austurvelli þar sem sést þegar hópur fólks ræðst á ungan mann og lætur höggin dynja á höfði hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líðan mannsins eftir atvikum en hann er meðal annars kinnbeinsbrotinn. Mikilvægt að bregðast við Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af þróun mála. „Ég hef áhyggjur af fjölgun hnífamála í miðborg Reykjavíkur. Eftir Menningarnótt förum við alltaf yfir málin ásamt lögreglu og öðrum skipuleggjendum og þetta verður rætt á næsta fundi. Það er mikilvægt að fylgjast með svona þróun og grípa inn í. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Tvöfalt fleiri mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt en kvöldið á undan. Þó nokkur alvarleg atvik komu upp. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir alvarlegasta málið hafa verið hnífstunguárás á Lækjartorgi þar sem tveir slösuðust. „Það eru rauð flögg hjá okkur þegar við sjáum helgi eftir helgi átök sem enda með því að eggvopnum er beitt. Við erum ekki sátt við það og ekki heldur samfélagið,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá LRH. Ásgeir segir enn fremur mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys í miðbænum vegna ölvunaraksturs skömmu eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. „Við fengum tilkynningar að ölvaðir ökumenn væru að keyra um eftir flugeldasýninguna þar sem áttu aðeins að vera gangandi vegfarendur. Annar þeirra ók utan í mann á rafhlaupahjóli við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu þar sem var fyrir gríðarlegur mannfjöldi. Við náðum honum svo á Sæbraut. Hinn keyrði út Lindargötu og að Lækjargötu þar sem hann náðist mjög nálægt stóra sviðinu. Þá var hann búinn að keyra á tvö bíla. Þar var líka mikill mannfjöldi á leið heim eftir tónleika og flugeldasýningu. Það er í raun mesta mildi að ekki hafi farið ver,“ segir Ásgeir. Ökumennirnir voru látnir gista fangageymslur. Þá náðist hópárás á mynd á Austurvelli þar sem sést þegar hópur fólks ræðst á ungan mann og lætur höggin dynja á höfði hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líðan mannsins eftir atvikum en hann er meðal annars kinnbeinsbrotinn. Mikilvægt að bregðast við Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af þróun mála. „Ég hef áhyggjur af fjölgun hnífamála í miðborg Reykjavíkur. Eftir Menningarnótt förum við alltaf yfir málin ásamt lögreglu og öðrum skipuleggjendum og þetta verður rætt á næsta fundi. Það er mikilvægt að fylgjast með svona þróun og grípa inn í.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02