Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2022 10:32 Úkraínskir hermenn í Kharkív-héraði. AP/Kostiantyn Liberov Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Vesturlönd útvegi ríkinu fleiri og betri vopnakerfi í kjölfar vel heppnaðrar gagnsóknar þeirra gegn Rússum í norðurhluta landsins. Forsetinn gagnrýnir Rússa fyrir að bregðast við ósigrum á vígvöllum með því að gera árásir á óbreytta borgara. Vesturlönd hafa útvegað Úkraínumönnum mikið magn vopna, auk skotfæra og margskonar birgða frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Það hefur gert Úkraínumönnum kleift að verjast innrásinni og reka Rússa aftur á bak í nokkrum héruðum landsins. Ráðamenn í Kænugarði hafa þó ávallt beðið um fleiri og betri vopn og segja það bestu leiðina til að binda enda á stríðið eins fljótt og auðið er. Það er að sigra Rússa og reka þá á brott frá Úkraínu. Innrás Rússa er ekki lokið en ljóst er að Úkraínumenn hafa unnið mikinn sigur í Kharkív sem gæti haft mikil áhrif á framvindu mála í haust og í vetur. Í ávarpi sínu í gærkvöldi sagði Selenskí að Úkraína og Vesturlönd þyrftu að auka samstarf svo Úkraínumenn gætu unnið Rússa. Hann gagnrýndi Rússa sérstaklega fyrir að bregðast við óförum þeirra á vígvöllunum með því að gera árásir á óbreytta borgara og innviði Úkraínu. Rússar hafa gert árásir á Kharkív-borg og önnur borgaraleg skotmörk undanfarna daga. Selenskí sagði, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hundruð þúsunda óbreyttra borgara hefðu fundið fyrir rafmagnsleysi. „Heimili, sjúkrahús, skólar, samkomustaðir. Staðir sem hafa ekkert með innviði hersveita okkar að gera,“ sagði Selenskí. Hann sagði þetta til marks um örvæntingu ráðamanna í Rússlandi vegna ósigurs Rússa í Kharkív. Þeir gætu ekki stöðvað Úkraínska hermenn og létu það bitna á almennum borgurum. Úkraínumenn eru vongóðir um að velgengni þeirra undanfarnar vikur og áframhaldandi sókn gegn Rússum í suðri og austri, muni leiða til aukinna vopnasendinga frá Vesturlöndum. Hér má sjá nýlegt myndband sem tekið var af rússneskum flugmanni yfir Úkraínu. Þar má sjá að eldflaugum var skotið að orrustuþotum Rússa. Video of two Russian Su-25 attack aircraft in a close call with two MANPADS. https://t.co/8gZ1MmBG9y pic.twitter.com/F9wXz92Q5U— Rob Lee (@RALee85) September 13, 2022 Vopnasendinar mikilvægar Sérfræðingar segja vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínu hafa skipt sköpum og þá sérstaklega sendingar HIMARS-eldflaugakerfa, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í margra tuga kílómetra fjarlægð. Þau kerfi hafa Úkraínumenn notað til fjölmargra árása á birgðanet Rússa, eins og vopna- og skotfærageymslur og stjórnstöðvar. Eldflaugar sem hannaðar eru til að leita uppi ratsjár loftvarnarkerfa og granda þeim eru einnig sagðar hafa skipt sköpum fyrir Úkraínumenn. Þessar eldflaugar eru kallaðar HARM-eldflaugar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að verið væri að skoða hvort hægt væri að auka þjálfun úkraínskra hermanna, útvega Úkraínumönnum frekari loftvarnir og dróna. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þar um bæði að ræða dróna sem hannaðir eru til eftirlits og árásardróna. Ekki verið að ræða herkvaðningu Áköll eftir herkvaðningu virðast hafa orðið háværari í Rússlandi. Gennady Zyuganov, leiðtogi Kommúnistaflokks Rússlands, kallaði eftir því á þingi í morgun að Rússar lýstu yfir formlegu stríði og farið yrði í almenna herkvaðningu. In Russia's parliament, the Communist Party leader calls the war a war & says there should be a national call-up'You can end a 'special operation' any time. You can't stop a war, it ends in victory or defeat. I suggest to you that this is a war & we have no right to lose it' https://t.co/FggjRWJzPR— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) September 13, 2022 Vyachelsav Volodín, forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, gaf í skyn að heimurinn stæði frammi fyrir mikilli kjarnorkuógn vegna aðgerða Úkraínumanna, sem eiga engin kjarnorkuvopn, og að þessar aðgerðir sýndu enn og aftur hversu rétt ákvörðun það hefði verið hjá Vladimír Pútin, forseta Rússlands, að hefja „sértæku hernaðaraðgerðina“, eins og Rússar kalla innrásina. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að ekki væri verið að ræða það að fara í almenna herkvaðningu, að svo stöddu. Ekki heldur stæði til að fara í sértæka herkvaðningu, þar sem rússneski herinn gæti kallað fyrrverandi hermenn og aðra til herþjónustu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kreml og Pútíns.EPA/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO Slík herkvaðning yrði eflaust óvinsæl í Rússlandi og þar að auki er óljóst hve miklum árangri hún myndi skila Rússum í Úkraínu. Það tæki eflaust alltaf einhverja mánuði að mynda nýjar herdeildir með herkvaðningu og þjálfa þá hermenn. Þá hafa Rússar misst gífurlegt magn hergagna og sömuleiðis tæki langan tíma að útvega nýjum herdeildum vopn og skrið- og bryndreka. Russian state TV presenter Artyom Sheynin has been pushing the line that Russia is now fighting Nato in UkraineAs "evidence" he shows a video posted by @MalcolmNance, adding ironically: "Look at this Ukrainian! I think he's from a small village in Ternopil Region" pic.twitter.com/w7jtZm9W2P— Francis Scarr (@francis_scarr) September 13, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12. september 2022 07:29 Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12. september 2022 00:02 Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. 8. september 2022 11:43 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vesturlönd hafa útvegað Úkraínumönnum mikið magn vopna, auk skotfæra og margskonar birgða frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Það hefur gert Úkraínumönnum kleift að verjast innrásinni og reka Rússa aftur á bak í nokkrum héruðum landsins. Ráðamenn í Kænugarði hafa þó ávallt beðið um fleiri og betri vopn og segja það bestu leiðina til að binda enda á stríðið eins fljótt og auðið er. Það er að sigra Rússa og reka þá á brott frá Úkraínu. Innrás Rússa er ekki lokið en ljóst er að Úkraínumenn hafa unnið mikinn sigur í Kharkív sem gæti haft mikil áhrif á framvindu mála í haust og í vetur. Í ávarpi sínu í gærkvöldi sagði Selenskí að Úkraína og Vesturlönd þyrftu að auka samstarf svo Úkraínumenn gætu unnið Rússa. Hann gagnrýndi Rússa sérstaklega fyrir að bregðast við óförum þeirra á vígvöllunum með því að gera árásir á óbreytta borgara og innviði Úkraínu. Rússar hafa gert árásir á Kharkív-borg og önnur borgaraleg skotmörk undanfarna daga. Selenskí sagði, samkvæmt AP fréttaveitunni, að hundruð þúsunda óbreyttra borgara hefðu fundið fyrir rafmagnsleysi. „Heimili, sjúkrahús, skólar, samkomustaðir. Staðir sem hafa ekkert með innviði hersveita okkar að gera,“ sagði Selenskí. Hann sagði þetta til marks um örvæntingu ráðamanna í Rússlandi vegna ósigurs Rússa í Kharkív. Þeir gætu ekki stöðvað Úkraínska hermenn og létu það bitna á almennum borgurum. Úkraínumenn eru vongóðir um að velgengni þeirra undanfarnar vikur og áframhaldandi sókn gegn Rússum í suðri og austri, muni leiða til aukinna vopnasendinga frá Vesturlöndum. Hér má sjá nýlegt myndband sem tekið var af rússneskum flugmanni yfir Úkraínu. Þar má sjá að eldflaugum var skotið að orrustuþotum Rússa. Video of two Russian Su-25 attack aircraft in a close call with two MANPADS. https://t.co/8gZ1MmBG9y pic.twitter.com/F9wXz92Q5U— Rob Lee (@RALee85) September 13, 2022 Vopnasendinar mikilvægar Sérfræðingar segja vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínu hafa skipt sköpum og þá sérstaklega sendingar HIMARS-eldflaugakerfa, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í margra tuga kílómetra fjarlægð. Þau kerfi hafa Úkraínumenn notað til fjölmargra árása á birgðanet Rússa, eins og vopna- og skotfærageymslur og stjórnstöðvar. Eldflaugar sem hannaðar eru til að leita uppi ratsjár loftvarnarkerfa og granda þeim eru einnig sagðar hafa skipt sköpum fyrir Úkraínumenn. Þessar eldflaugar eru kallaðar HARM-eldflaugar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að verið væri að skoða hvort hægt væri að auka þjálfun úkraínskra hermanna, útvega Úkraínumönnum frekari loftvarnir og dróna. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þar um bæði að ræða dróna sem hannaðir eru til eftirlits og árásardróna. Ekki verið að ræða herkvaðningu Áköll eftir herkvaðningu virðast hafa orðið háværari í Rússlandi. Gennady Zyuganov, leiðtogi Kommúnistaflokks Rússlands, kallaði eftir því á þingi í morgun að Rússar lýstu yfir formlegu stríði og farið yrði í almenna herkvaðningu. In Russia's parliament, the Communist Party leader calls the war a war & says there should be a national call-up'You can end a 'special operation' any time. You can't stop a war, it ends in victory or defeat. I suggest to you that this is a war & we have no right to lose it' https://t.co/FggjRWJzPR— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) September 13, 2022 Vyachelsav Volodín, forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, gaf í skyn að heimurinn stæði frammi fyrir mikilli kjarnorkuógn vegna aðgerða Úkraínumanna, sem eiga engin kjarnorkuvopn, og að þessar aðgerðir sýndu enn og aftur hversu rétt ákvörðun það hefði verið hjá Vladimír Pútin, forseta Rússlands, að hefja „sértæku hernaðaraðgerðina“, eins og Rússar kalla innrásina. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að ekki væri verið að ræða það að fara í almenna herkvaðningu, að svo stöddu. Ekki heldur stæði til að fara í sértæka herkvaðningu, þar sem rússneski herinn gæti kallað fyrrverandi hermenn og aðra til herþjónustu. Dmitrí Peskov, talsmaður Kreml og Pútíns.EPA/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO Slík herkvaðning yrði eflaust óvinsæl í Rússlandi og þar að auki er óljóst hve miklum árangri hún myndi skila Rússum í Úkraínu. Það tæki eflaust alltaf einhverja mánuði að mynda nýjar herdeildir með herkvaðningu og þjálfa þá hermenn. Þá hafa Rússar misst gífurlegt magn hergagna og sömuleiðis tæki langan tíma að útvega nýjum herdeildum vopn og skrið- og bryndreka. Russian state TV presenter Artyom Sheynin has been pushing the line that Russia is now fighting Nato in UkraineAs "evidence" he shows a video posted by @MalcolmNance, adding ironically: "Look at this Ukrainian! I think he's from a small village in Ternopil Region" pic.twitter.com/w7jtZm9W2P— Francis Scarr (@francis_scarr) September 13, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12. september 2022 07:29 Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12. september 2022 00:02 Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. 8. september 2022 11:43 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12. september 2022 07:29
Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12. september 2022 00:02
Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. 8. september 2022 11:43
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00