Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 12:02 Til stendur að stofna stéttarfélag þeirra sem vinna á bryggjum landsins. Vísir/Vilhelm Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira