Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2023 18:34 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir tilboð SA með öllu óviðunandi. Vísir/Ívar Fannar Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57
Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00
SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47