Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2023 18:34 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir tilboð SA með öllu óviðunandi. Vísir/Ívar Fannar Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57
Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00
SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47