Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2023 18:34 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir tilboð SA með öllu óviðunandi. Vísir/Ívar Fannar Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Samninganefnd Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur síðan á miðvikudag, 4. janúar, haft tilboð Samtaka atvinnulífsins til skoðunar. Tilboðið heyrir upp á efnislega samhljóða samning og SA gerði við átján af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins í síðasta mánuði. Formaður Eflingar segir samninginn alls ekki henta sínum félagsmönnum. „Þær launahækkanir sem kæmu til Eflingarfólks ef við féllumst á þessa niðurstöðu væru óviðunandi að öllu leiti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Framfærslukostnaður hærri í borginni en á landsbyggðinni Kostnaðarmatið sem SA byggi á virðist Eflingu handahófskennt unnið og taki ekki tillit til uppbyggingar hóps félagsmanna Eflingar. „Til viðbótar við það neita SA að fallast á röksemdafærslu okkar, byggða á efnahagslegum raunveruleika, um að framfærslukostnaður hér í höfuðborginni sé miklu hærri en úti á landi og kallar það ómálefnalega nálgun sem er náttúrulega ótrúlegt,“ segir hún. Á morgun muni samninganefnd Eflingar funda og byggja upp móttilboð sem lagt verði fram í framhaldi. „Ég vona að okkur takist að fullvinna tilboðið á morgun og sendum það strax í kjölfarið. Ríkissáttasemjari boðar þá vonandi fund og þá er að sjá hvað samtökin gera.“ Gera kröfu um að samningurinn verði afturvirkur Samtök atvinnulífsins höfðu í sínu tilboði boðið afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar og virðist ólíklegra nú að það takist. „Það sem okkar fólk þarf á að halda er að fá samning sem kemur til móts við þann framfærslukostnað sem það sannarlega býr við,“ segir Sólveig. „Við auðvitað munum setja fram kröfu um að samningurinn verði afturvirkur eins og aðrir samningar sem gerðir hafa verið.“ Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA né Eyjólfur Árni Rafnsson formaður gáfu kost á viðtali í dag.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57 Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00 SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7. janúar 2023 14:57
Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7. janúar 2023 14:00
SA býður Eflingu afturvirka samninga semjist fyrir 11. janúar Samtök atvinnulífsins bjóða Eflingu að nýr kjarasamningur sem liggur á borðinu gildi afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Forsenda þess er þó að nýr kjarasamningur verði undirritaður í síðasta lagi 11. janúar. Formaður Eflingar segir að sest verði niður til fundar gagntilboð samið á sunnudaginn. 5. janúar 2023 13:47