Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2023 08:00 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir mikla uppbyggingu framundan utan flugstöðvar. Isavia Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57