Fótbolti

Þrír lykilleikmenn Liverpool nálgast endurkomu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, undirbýr nú lið sitt fyrir leik við Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar.  
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, undirbýr nú lið sitt fyrir leik við Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar.   Vísir/Getty

Liverpool fær topplið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla, Arsenal, í heimsókn á Anfield á páskadag. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi við blaðamenn í morgun og færði þar jákvæð tíðindi að meiddum leikmönnum liðsins. 

„Virgil van Dijk er byrjaður að æfa aftur og Luis Diaz og Thiago Alcantara hafa verið að æfa síðustu daga. Planið er með Luis er að hann verði klár í slaginn á móti Leeds United í þar næstu  umferð. Luis heufr verið að glíma við langtímameiðsli svo við verðum að fara gætilega með hann," sagði Klopp á blaðamannafundinum. 

„Það er aðra sögu að segja af Thiago sem hefur nú náð þremur æfingum af fullum krafti og gæti verið til taks á morgun. Við sjáum til þegar nær dregur að leiknum," sagði Þjóðverjinn sem segir Liverpool ekki getað reitt sig á andrúmsloftið á Anfield til þess að ná í úrslit.

„Vissulega hjálpar það okkur að vera að fara að spila á Anfield og það er ekkert launungarmál að við höfum skapað sérstakt samband við starfsfólk og stuðningsmenn okkar þar. Við verðurm hins vegar að sýna betri frammistöðu en í undanförnum leikjum ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit en ekki bara treysta á heimavöllinn í þeim efnum," segir Klopp en mikill munur hefur verið á árangri Liverpool á Anfield og útivelli á yfirstandandi keppnistímabili. 

Liverpool situr í áttunda sæti deildarinnar með 43 stig eftir 28 leiki fyrir komandi umferð sem fram fer um páskahelgina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×