Fótbolti

HM í hættu hjá fyrirliða enska landsliðsins

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leah Williamson varð fyrir meiðslum í gærkvöldi. 
Leah Williamson varð fyrir meiðslum í gærkvöldi.  Vísir/Getty

Leah Williamson, fyrirliði Arsenal og enska kvennalandsliðsins í fótbolta, fór meidd af velli þegra Arsenal laut í lægra haldi fyrir Manchester United í toppslag ensku efstu deildarinnar í gærkvöldi. 

Williamson meiddist á hné og óttast er að meiðslin séu svo alvarlega að miðjumaðurinn verði fjarri góðu gamni með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar. 

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort England, sem varð Evrópumeistari á heimavelli sínum síðasta sumar, verði án fyrirliða síns og prímusmótors á heimsmeistaramótinu í sumar.  

Það var liðsfélagi Williamson hjá enska landsliðinu, Alessia Russo, sem skoraði sigurmark Manchester United í leiknum gegn Arsenal í gær. Manchester United trónir á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Chelsea. Arsenal kemur þar á eftir tveimur stigum á eftir Chelsea. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×