Fótbolti

Áfrýjuninni hafnað og bann Mitrovic verður ekki lengt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aleksandar Mitrovic missti stjórn á skapi sínu í leik Fulham gegn Manchester United í FA-bikarnum.
Aleksandar Mitrovic missti stjórn á skapi sínu í leik Fulham gegn Manchester United í FA-bikarnum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, verður ekki dæmdur í lengra bann en átta leiki eftir að sjálfstæð aganefnd hafnaði áfrýjun enska knattspyrnusambandsins.

Mitrovic hefur nú þegar setið af sér þrjá leiki af þeim átta sem hann þarf að taka út, en hann var dæmdur í átta leikja bann fyrir að ýta dómaranum Chris Kavanagh í bikarleik gegn Manchester United.

Framherjinn fékk þriggja leikja bann fyrir að fá beint rautt spjald, þriggja leikja bann fyrir að ýta dómaranum og tveggja leikja bann fyrir ógnandi tilburði.

Hann mun geta snúið aftur á völlinn í ensku úrvalsdeildinni þann 13. maí næstkomandi þegar Fulham á þrjá leiki eftir af tímabilinu.

Þjálfari liðsins, Marco Silva, fékk einnig tveggja leikja bann fyrir að fá beint rautt spjald í sama leik og hafði enska knattspyrnusambandið farið fram á að hann myndi einnig fá lengra bann. Þeirri beiðni var einnig hafnað og Silva getur því snúið aftur á hliðarlínuna í næsta deildarleik Fulham gegn Leeds á morgun.


Tengdar fréttir

Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum

Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×