Fótbolti

Nagelsmann mun ekki taka við Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Julian Nagelsmann verður ekki næsti stjóri Chelsea.
Julian Nagelsmann verður ekki næsti stjóri Chelsea. Joachim Bywaletz/DeFodi Images via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea mun ekki ráða þýska þjálfarann Julian Nagelsmann til að taka við liðinu að yfirstandandi tímabili loknu.

Frá þessu er greint á Sky Sports, en Nagelsmann var einn af þeim sem þótti hvað líklegastur til að taka við liðinu eftir að Graham Potter var látinn taka poka sinn. Hinn 35 ára gamli Nagelsmann var rekinn frá Bayern München í síðasta mánuði, en ef marka má Sky Sports var Þjóðverjinn ekki talinn líklegasti kandídatinn.

Þá segja heimildarmenn Skyp Sports að forráðamenn Chelsea hafi haft áhyggjur af aldri þjálfarans og reynsluleysi hans af enskum fótbolta. Þá hafi þeir einnig skynjað að Nagelsmann hafi ekki haft áhuga á því að berjast um stöðuna.

Eins og kom fram hér á Vísi í gær eru forráðamenn Chelsea með þrjú nöfn á blaði sem þeir sjá fyrir sér að geti tekið við liðinu í sumar, en það eru þeir Vincent Kompany, Mauricio Pochettino og einn stjóri til við­bótar sem ekki er nafngreindur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×