Innlent

Slasaðist á fæti á gönguleið að gosinu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Einn slasaðist á fæti á gönguleið að eldgosinu í gær. Þá þurfti einnig að aðstoða ferðamann sem var lúinn.
Einn slasaðist á fæti á gönguleið að eldgosinu í gær. Þá þurfti einnig að aðstoða ferðamann sem var lúinn. Vísir/Arnar

Maður slasaðist á fæti á gönguleið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gær. Þá þurfti einnig að aðstoða ferðamann sem var lúinn. Gönguleiðir inn á svæðið eru opnar í dag en þeim verður lokað klukkan 18 í gær líkt og síðustu daga.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum gekk slökkvistarf á gossvæðinu ágætlega í gær. Áætlað er að hefja slökkvistarf að nýju klukkan 10 í dag. 

Þá segir lögreglustjóri að lokun á svæðið hafi gengið vel í gær líkt og síðustu daga. Flestir sýni því skilning að aðgangur inn á gossvæðið er háður takmörkunum. 

Hér má sjá göngukortið fyrir gossvæðið.Lögreglan á Suðurnesjum

Talinn fjöldi þeirra sem fór um gönguleiðirnar að gosstöðvunum í gær var samtals 2.346 samkvæmt tilkynningnunni. 865 þeirra fóru um Meradalaleið en hún var lokuð til klukkan 13 í gær vegna flutnings á tækjabúnaði fyrir slökkvilið.

Spáð er að gasmengun frá gosinu berist til vesturs og suðvesturs þar sem hæg austlæg eða breytileg átt á að vera á svæðinu fyrir hádegi í dag. Talið er að fólk í Grindavík geti orðið vart við mengunina. Eftir hádegi er svo útlit fyrir hæga breytilega átt á svæðinu og gæti mengunin þá dreifst víðar um Reykjanesskagann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×