Sjáðu jöfnunarmark nýliðans í Árbænum og öll hin úr Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2023 10:01 Þóroddur Víkingsson skorar jöfnunarmark Fylkis gegn ÍBV. vísir/anton Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild. Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira