Sport

Segir að það hafi verið mistök að semja við Ronaldo

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ronaldo fór frá félaginu á síðast ári.
Ronaldo fór frá félaginu á síðast ári. Vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Manchester United, hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að fá Cristiano Ronaldo aftur til liðsins við félagið árið 2021.

Þetta kemur fram í viðtali Norðmannsins við miðlinn The Athletic.

Solskjær var við stjórnvölinn hjá Manchester United frá 19. desember 2018 til 21. nóvember 2021 en þá var honum sagt upp eftir slæma byrjun á tímabilinu. Liðið hafði tapað 4-1 gegn Watford daginn áður.

Sumarið 2021 gekk Cristiano Ronaldo aftur til liðs við félagið frá Juventus, og það í annað sinn en hann sló í gegn fyrst hjá félaginu á árunum 2003-2009.

„Það var mjög erfitt að hafna því að fá Ronaldo og mér leið eins og við þyrftum að stökkva á þetta. Það átti síðan eftir að koma í ljós að þetta var röng ákvörðun,“ segir Solskjær.

„Manni leið eins og þetta væri rétt skref fyrir félagið þegar hann skrifaði undir og stuðningsmenn liðsins voru yfir sig spenntir. Hann er auðvitað einn besti markaskoraði sögunnar og var það einnig á þessum tíma. Þetta bara gekk ekki upp og hafði ekki góð áhrif á liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×