Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les fréttirnar í kvöld, í beinni útsendingu klukkan hálf sjö. 
Telma Tómasson les fréttirnar í kvöld, í beinni útsendingu klukkan hálf sjö.  Vísir

Unnið verður allan sólarhringinn við varnargarða við Grindavík en undirbúningur framkvæmdarinnar hófst í dag. Líkur á gosi gætu verið að aukast þar sem dregið hefur úr landrisi við Svartsengi en það gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp.

Við sjáum nýjar myndir frá framkvæmdum við varnargarða í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði mætir í myndver og fer yfir stöðuna.

Þá verður rætt við Guðna Th. Jóhannesson sem hyggst ekki bjóða sig fram að nýju um ástæður þess. Við hittum einnig almannatengil sem býst við mörgum frambjóðendum og fjörugum kappræðum auk þess að taka púlsinn á landsmönnum. Hvern vill fólk sjá sem næsta forseta Íslands?

Við förum einnig yfir helstu erlendu fréttir dagsins; sjáum myndir af flugvél í ljósum logum á flugvelli í Japan og kíkjum í ræktina og heyrum nokkur hollráð fyrir þá sem strengdu áramótaheit sem tengjast heilsunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×