Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnarinnar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ingu Sæland formann Flokks fólksins í beinni.

Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við heyrum í framkvæmdastjóra hjúkrunar sem segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og álagið mikið.

Hraði landrissins og kvikuinnflæðis við Svartsengi virðist vera að aukast á ný. Við ræðum við Ármann Höskuldsson prófessor í eldfjallafræði um stöðuna í beinni. Þá kynnum við okkur umdeildar auglýsingar á netspílavitum og hittum Guðmundu Tyrfingsdóttur sem er bóndi á tíræðisaldri og lagði á dögunum Matvælastofnun í deilu vegna slátrunar á búfénaði hennar.

Í Íslandi í dag heyrum við átakanlega sögu Áslaugar og Óskars sem misstu barn á síðasta ári eftir tuttugu ára baráttu. Þau vilja að andlát stúlkunnar hafi þýðingu og vilja láta gott af sér leiða.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og inni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×