Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_03

Leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík heldur áfram við erfiðar aðstæður. Við ræðum bæði við aðgerðastjóra á slysstað og bæjarstjóra Grindavíkur í fréttatímanum og förum auk þess yfir stöðuna í beinni útsendingu frá vettvangi.

Óvissustigi var lýst yfir í dag vegna jökulhlaups í Grímsvötnum. Auknar líkur eru taldar á eldgosi í þessari virkustu eldstöð landsins. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræðir við okkur um stöðuna í myndveri.

Við segjum einnig frá tímamótamáli Suður-Afríku gegn Ísraelsríki sem nú er rekið í Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð - en Ísraelsmenn þvertaka fyrir slíkar ásakanir.

Margt bendir til þess að sami eða sömu þjófar hafi framið tíu innbrot í fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót að sögn lögreglu. Fólk saknar helst skartgripa og fjármuna eftir ránin. 

Þá heimsækjum við Norðlingaskóla, sem er nær óþekkjanlegur um þessar mundir eftir að hafa verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts.

Í sportpakkanum verður EM karla í handbolta allsráðandi. Ísland hefur leika á mótinu á morgun og þar þreyta ungir Valsmenn frumraun sína, auk þjálfarans sjálfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×