Innlent

Ekkert bendi til að sak­borningum muni fjölga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Dómari í máli Dominique Pelicot í Frakklandi hefur tekið ákvörðun að verði frekari myndbönd sýnd af mönnum nauðga sofandi Gisele, fyrrverandi eiginkonu Pelicot, verði fjölmiðlafólki vísað úr dómsal. Hann segir myndefnið ósæmilegt og átakanlegt.

Í hádegisfréttum fjöllum við um lífræna daginn en áhugafólki býðst að heimsækja bú um allt land og kynna sér slíka framleiðslu. 

Þá verðum við í beinni frá Bakgarðshlaupinu, sem fer fram í Heiðmörk um helgina. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×