Elísabet fær uppreist æru Símon Birgisson skrifar 5. mars 2025 07:03 Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Björgvin Sigurðarson Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni. Innkaupapokinn - Borgarleikhúsið Frumsýning. 28. febrúar 2025 Leikhópurinn Kriðpleir: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson, Saga Garðarsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Ragnheiður Maísól Sturludóttir & Sigrún Hlín Sigurðardóttir (Leikmynd og búningar). Tónlist: Benni Hemm Hemm. Leikrit eftir leikhópinn og Elísabetu Jökulsdóttur Lítið land Meðlimir Kriðpleirs eru tengdir nánum böndum. Í upphafi verksins kynnumst við Friðgeiri sem á í stormasömu sambandi við eiginkonu sína og Sigrúnu - sem hefur verið ráðin búningahönnuður verksins en óttast það að þurfa að leika í því líka. Hinn stjórnsami Ragnar Ísleifur Bragason (spennuþrungin samskipti Friðgeirs og Ragnars hafa verið einskonar þema í uppsetningum Kriðpleirs) er ein taugahrúga en eiginkona hans, Ragnheiður Maísól (sem er í félagi með Sigrúnu í búningum og sviðsmynd) hefur það einnig að aukastarfi að hafa hemil á Ragnari og róa taugarnar. Það bætir ekki úr skák að Ragnar Ísleifur er ábyrgur fyrir þessari nýju vegferð sviðslistarhópsins. Hingað til hafa þau búið til sín eigin leikverk í samstarfi við leikskáldið Bjarna Jónsson. En skyndihugmynd í kaffispjalli Ragnars við Elísabetu Jökulsdóttur frænku sína hefur komið hópnum í klandur – þau eru samningsbundin sviðslistasjóði að setja upp eldgamalt verk sem atvinnuleikhúsin á Íslandi hafa öll hafnað á einhverjum tímapunkti. Fjölskyldusaga Ragnars verður hluti af verkinu, andi Jökuls Jakobssonar svífur yfir vötnum og leiðir hópinn á nýjar slóðir. Þau einu á sviðinu sem eru ekki tengd nánum böndum eru þau Saga Garðarsdóttir, leikkona og Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður. Saga ýjar þó að því að þau hafi einhvern tíman átt í nánari sambandi en Árni, sem hefur breytt um lífsstíl og lagt flöskuna á hilluna segist ekki muna eftir því en samskipti þeirra verða innilegri eftir því sem líður á sýninguna. Saga Garðarsdóttir, leikkona og Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður í forgrunni.Björgvin Sigurðarson Grín í anda Seinfeld Fyrri hluti verksins (fram að hléi) er bráðfyndinn. Húmorinn er í anda þáttanna Curb your Enthusiasm sem Larry David (skapari Seinfeld) á heiðurinn af. Leikararnir eru einskonar ýktar útgáfu af þeim sjálfum og við áhorfendur flugur á vegg. Atriðin eru einskonar ,,sketsar” og margir hrikalega vel heppnaðir. Til dæmis upplestur á tölvupósti frá Borgarleikhúsinu með beiðni um breyta titli verksins úr Innkaupapokanum í eitthvað söluvænlegra og glærufundur Ragnars Ísleifs um nýjar samskiptareglur leikhópsins. Einna best fannst mér þó sena þar sem deilt er um hlutverkaskipan en fyrir þá Ragnar og Friðgeir er textamagnið mikilvægara en listræn sýn. Þeir Friðgeir og Ragnar eru í aðalhlutverk fyrir hlé og fókusinn á átök þeirra um hver eigi að stjórna sýningunni og ráða ferðinni. Friðgeir á erfitt með að hugsa út fyrir boxið, er kominn á kvíðalyf og hefur misst stjórnina á áráttuhegðun sinni eftir að hann eignaðist merkivélog fór að ,,skipuleggja” heimilið. Hann vill ,,skýra” verkið út fyrir áhorfendum og tekst að skera það úr 30 síðum í sjö en missir algjörlega sjónar á því sem gerir verkið töfrandi á annað borð. Ragnar er heltekinn af því fjölskylduuppgjöri sem verk Elísabetar er. Þar ræður skyldleiki þeirra för og loforð Ragnars um uppsetningu verksins (sem aðrir í hópnum eru kannski ekki par sáttir við). Ragnar lítur á það sem skyldu sína að koma verkinu á svið og er með ýmsa ása upp í erminni – til dæmis tölvupóst frá Elísabetu þar sem hún útskýrir tilurð verksins og svo minningar úr eigin æsku sem hann er duglegur að rifja upp. Aðrir í hópnum eru ekki eins seldir á hugmyndir Ragnars og úr þessu skapast bæði átök en einnig kostuleg samskipti. Fulltrúar raunveruleikans í þessu öllu eru þær Ragnheiður Maísól og Sigrún Hlín sem eiga í fullu fangi að hemja eiginmenn sína en vilja einnig fá að sinni eigin sköpun í tengslum við sýninguna. Karldýrin gefa hins vegar tilboðum þeirra um sviðsmynd og búninga lítinn gaum og varð þarna ágætis ádeila á eitraða karlmennsku og stjórnsemi. Þeir Friðgeir og Ragnar eru í aðalhlutverk fyrir hlé.Björgvin Sigurðarson Fallegur leiktexti Undir yfirborðinu kraumar magnaður leiktexti Elísabetar. Ég man eftir leikritinu Mundu töfrana sem Elísabet setti upp sem útskriftarverkefni þegar hún kláraði sviðshöfundanám við Listaháskóla Íslands fyrir um tveimur áratugum. Í tölvupósti Elísabetar (sem prentaður er í leikskrá) lýsir hún tilurð verksins, baráttunni við að skrifa það og þeim höfnunum sem hún fékk þegar hún reyndi að fá leikritið sett upp í atvinnuleikhúsum. Ástæðan – að sögn Elísabetar – var að það vantaði ,,strúktor” sem er kannski góðlátleg leið til að segja að verkið sé of skrýtið, of súrrealískt. Enda svífur andi Lísu í Undralandi yfir vötnum í töfragarðinum sem aðalpersónan festist í. Elísabet er ein af þeim höfundum sem hefur ekki alltaf notið sannmælis. Hún er snillingur í ljóðrænum texta, magnaður örsöguhöfundur og þegar flóðgáttir hjarta hennar opnast hlífir hún hvorki sér né lesandanum. Hún hefur á síðustu árum hlotið þá virðingu sem hún á skilið – fengið verðlaun fyrir skáldskap sinn og til dæmis var leikritið Saknaðarilmur eftir Unni Ösp (byggt á bókum Elísabetar) sýning ársins. Rauði þráðurinn í skáldskap Elísabetar er uppgjörið við sig sjálfa, föðurmissinn og sorgina og ástin er alltaf skammt undan. Önnur sýning eftir hlé Innkaupapokinn er tvískipt sýning. Við áhorfendur fáum að vita að eftir hlé muni hópurinn leika hið umrædda leikrit – Mundu töfrana. Í hléi velti ég fyrir mér hvort þessi umskipting myndi virka – hættan er sú að þegar ,,performatívur” sviðslistahópur breytir um kúrs og gerist ,,hefðbundinn” leikhópur súrni grínið fljótt. Til að þessi stefnubreyting gangi upp þarf tvennt að gerast – leikritið þarf að standa undir því að vera sett á svið og hópurinn þarf að trúa á verkefnið. Í stuttu máli þá tókst Kriðpleiri ætlunarverk sitt. Þrátt fyrir að vera ekki menntaðir leikarar (að Sögu undanskilinni sem stóð sig vel í sýningunni) þá var ekkert út á sviðshöfundana að setja. Friðgeir var fulltrúi blákalds raunveruleikans sem innkaupapokinn, Árni Vilhjálmsson var sjarmerandi trúður í hlutverki bróðursins, Sigrún Hlín og Ragnheiður Maísól skiluðu hlutverkum barnsins og töfrakonunnar ágætlega frá sér en voru auðvitað fyrst og fremst ábyrgar fyrir fallegum búningum og ævintýralegri sviðsmynd. Saga Garðarsdóttur lék Ellu og hefur svo fallega og jákvæða útgeislun að það er synd að hún sé uppteknari við að skemmta mis-meðvitundarlausu fólki á þorrablótum en íslenskum leikhúsgestum. Benni Hemm Hemm átti frábæra innkomu í skemmtilegu tónlistaratriði. Stjarna sýningarinnar var hins vegar Ragnar Ísleifur Bragason sem hefur verið vaxandi leikari á síðustu árum – bæði í sjónvarpi og á sviði. Ragnar var í hlutverki társins og var hreint út sagt stórkostlegur. Hann nálgaðist hlutverkið af alvöru og næmni og stutt söngatriði (sem hafði verið ýjað að í fyrri hluta sýningarinnar) var hápunktur kvöldsins ásamt lokaorðunum sýningarinnar sem Ragnar flutti óaðfinnanlega. Stjarna sýningarinnar var Ragnar Ísleifur Bragason.Björgvin Sigurðarson Gleymum ekki töfrunum Elísabet Jökulsdóttir sagði einu sinni í viðtali að þegar faðir hennar dó hafi hún ekki grátið. Hún kæfði grátinn og átti eftir að eyða stórfé í sálfræðinga og námskeið til að læra að gráta. ,,Og að skilja að pabbi væri dáinn var svipað og þegar ég skildi að ísbirnir myndu bráðna á Grikklandi,” skrifaði hún. Barátta Elísabetar við tárin, við sorgina, við að skilja, er það sem gerir verk hennar svo hjartnæm og raunveruleg. Hún leyfir sér að skrifa eins og barn og hugsa eins og barn og hvetur okkur – sem höfum gengið í gegnum okkar eigin sorgir og missi – til að loka ekki augunum og líta undan heldur opna hjartað og hlusta. Ég bjó einu sinni í lítilli leiguíbúð á Framnesvegi, rétt fyrir ofan ævintýrahús Elísabetar sem á endanum hvarf eins og í ævintýri – vék fyrir nútímanum, hótelum og nýbyggingum. En Elísabet hafði sett svip sinn á hverfið, stígur við Framnesveg fékk nafnið Elísabetarstígur og margir muna eftir skilti í glugganum hennar. Á skiltinu stóð: Mundu töfrana – sem er ekki bara nafnið á leikverkinu sem var aldrei sett upp heldur yfirlýsing Elísabetar, skilaboð hennar til heimsins. Það sem ég upplifði á sýningu leikhópsins Kriðpleirs var áminning um að leikhús þarf ekki að vera flókið, þarf ekki að vera fínt, þarf ekki einusinni að hafa strúktúr. Það þarf bara að vera heiðarlegt, einlægt og satt og ef það er til staðar þá munu töfrar leikhússins taka yfir og ráða ferðinni. Verkið sem aldrei fékkst sett upp rataði loksins til áhorfenda og höfundurinn fékk þá virðingu sem hún á skilið. Niðurstaða Mundu töfrana eftir Elísabetu Jökulsdóttur er frábært leikrit og er hér sett upp á frumlegan og nýstárlegan hátt. Sýningin er bráðfyndin en snertir líka við manni. Ragnar Ísleifur og leikhópurinn Kriðpleir eiga hrós skilið og er Innkaupapokinn besta sýning leikhópsins Kriðpleirs til þessa. Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni. Innkaupapokinn - Borgarleikhúsið Frumsýning. 28. febrúar 2025 Leikhópurinn Kriðpleir: Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson, Saga Garðarsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Ragnheiður Maísól Sturludóttir & Sigrún Hlín Sigurðardóttir (Leikmynd og búningar). Tónlist: Benni Hemm Hemm. Leikrit eftir leikhópinn og Elísabetu Jökulsdóttur Lítið land Meðlimir Kriðpleirs eru tengdir nánum böndum. Í upphafi verksins kynnumst við Friðgeiri sem á í stormasömu sambandi við eiginkonu sína og Sigrúnu - sem hefur verið ráðin búningahönnuður verksins en óttast það að þurfa að leika í því líka. Hinn stjórnsami Ragnar Ísleifur Bragason (spennuþrungin samskipti Friðgeirs og Ragnars hafa verið einskonar þema í uppsetningum Kriðpleirs) er ein taugahrúga en eiginkona hans, Ragnheiður Maísól (sem er í félagi með Sigrúnu í búningum og sviðsmynd) hefur það einnig að aukastarfi að hafa hemil á Ragnari og róa taugarnar. Það bætir ekki úr skák að Ragnar Ísleifur er ábyrgur fyrir þessari nýju vegferð sviðslistarhópsins. Hingað til hafa þau búið til sín eigin leikverk í samstarfi við leikskáldið Bjarna Jónsson. En skyndihugmynd í kaffispjalli Ragnars við Elísabetu Jökulsdóttur frænku sína hefur komið hópnum í klandur – þau eru samningsbundin sviðslistasjóði að setja upp eldgamalt verk sem atvinnuleikhúsin á Íslandi hafa öll hafnað á einhverjum tímapunkti. Fjölskyldusaga Ragnars verður hluti af verkinu, andi Jökuls Jakobssonar svífur yfir vötnum og leiðir hópinn á nýjar slóðir. Þau einu á sviðinu sem eru ekki tengd nánum böndum eru þau Saga Garðarsdóttir, leikkona og Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður. Saga ýjar þó að því að þau hafi einhvern tíman átt í nánari sambandi en Árni, sem hefur breytt um lífsstíl og lagt flöskuna á hilluna segist ekki muna eftir því en samskipti þeirra verða innilegri eftir því sem líður á sýninguna. Saga Garðarsdóttir, leikkona og Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður í forgrunni.Björgvin Sigurðarson Grín í anda Seinfeld Fyrri hluti verksins (fram að hléi) er bráðfyndinn. Húmorinn er í anda þáttanna Curb your Enthusiasm sem Larry David (skapari Seinfeld) á heiðurinn af. Leikararnir eru einskonar ýktar útgáfu af þeim sjálfum og við áhorfendur flugur á vegg. Atriðin eru einskonar ,,sketsar” og margir hrikalega vel heppnaðir. Til dæmis upplestur á tölvupósti frá Borgarleikhúsinu með beiðni um breyta titli verksins úr Innkaupapokanum í eitthvað söluvænlegra og glærufundur Ragnars Ísleifs um nýjar samskiptareglur leikhópsins. Einna best fannst mér þó sena þar sem deilt er um hlutverkaskipan en fyrir þá Ragnar og Friðgeir er textamagnið mikilvægara en listræn sýn. Þeir Friðgeir og Ragnar eru í aðalhlutverk fyrir hlé og fókusinn á átök þeirra um hver eigi að stjórna sýningunni og ráða ferðinni. Friðgeir á erfitt með að hugsa út fyrir boxið, er kominn á kvíðalyf og hefur misst stjórnina á áráttuhegðun sinni eftir að hann eignaðist merkivélog fór að ,,skipuleggja” heimilið. Hann vill ,,skýra” verkið út fyrir áhorfendum og tekst að skera það úr 30 síðum í sjö en missir algjörlega sjónar á því sem gerir verkið töfrandi á annað borð. Ragnar er heltekinn af því fjölskylduuppgjöri sem verk Elísabetar er. Þar ræður skyldleiki þeirra för og loforð Ragnars um uppsetningu verksins (sem aðrir í hópnum eru kannski ekki par sáttir við). Ragnar lítur á það sem skyldu sína að koma verkinu á svið og er með ýmsa ása upp í erminni – til dæmis tölvupóst frá Elísabetu þar sem hún útskýrir tilurð verksins og svo minningar úr eigin æsku sem hann er duglegur að rifja upp. Aðrir í hópnum eru ekki eins seldir á hugmyndir Ragnars og úr þessu skapast bæði átök en einnig kostuleg samskipti. Fulltrúar raunveruleikans í þessu öllu eru þær Ragnheiður Maísól og Sigrún Hlín sem eiga í fullu fangi að hemja eiginmenn sína en vilja einnig fá að sinni eigin sköpun í tengslum við sýninguna. Karldýrin gefa hins vegar tilboðum þeirra um sviðsmynd og búninga lítinn gaum og varð þarna ágætis ádeila á eitraða karlmennsku og stjórnsemi. Þeir Friðgeir og Ragnar eru í aðalhlutverk fyrir hlé.Björgvin Sigurðarson Fallegur leiktexti Undir yfirborðinu kraumar magnaður leiktexti Elísabetar. Ég man eftir leikritinu Mundu töfrana sem Elísabet setti upp sem útskriftarverkefni þegar hún kláraði sviðshöfundanám við Listaháskóla Íslands fyrir um tveimur áratugum. Í tölvupósti Elísabetar (sem prentaður er í leikskrá) lýsir hún tilurð verksins, baráttunni við að skrifa það og þeim höfnunum sem hún fékk þegar hún reyndi að fá leikritið sett upp í atvinnuleikhúsum. Ástæðan – að sögn Elísabetar – var að það vantaði ,,strúktor” sem er kannski góðlátleg leið til að segja að verkið sé of skrýtið, of súrrealískt. Enda svífur andi Lísu í Undralandi yfir vötnum í töfragarðinum sem aðalpersónan festist í. Elísabet er ein af þeim höfundum sem hefur ekki alltaf notið sannmælis. Hún er snillingur í ljóðrænum texta, magnaður örsöguhöfundur og þegar flóðgáttir hjarta hennar opnast hlífir hún hvorki sér né lesandanum. Hún hefur á síðustu árum hlotið þá virðingu sem hún á skilið – fengið verðlaun fyrir skáldskap sinn og til dæmis var leikritið Saknaðarilmur eftir Unni Ösp (byggt á bókum Elísabetar) sýning ársins. Rauði þráðurinn í skáldskap Elísabetar er uppgjörið við sig sjálfa, föðurmissinn og sorgina og ástin er alltaf skammt undan. Önnur sýning eftir hlé Innkaupapokinn er tvískipt sýning. Við áhorfendur fáum að vita að eftir hlé muni hópurinn leika hið umrædda leikrit – Mundu töfrana. Í hléi velti ég fyrir mér hvort þessi umskipting myndi virka – hættan er sú að þegar ,,performatívur” sviðslistahópur breytir um kúrs og gerist ,,hefðbundinn” leikhópur súrni grínið fljótt. Til að þessi stefnubreyting gangi upp þarf tvennt að gerast – leikritið þarf að standa undir því að vera sett á svið og hópurinn þarf að trúa á verkefnið. Í stuttu máli þá tókst Kriðpleiri ætlunarverk sitt. Þrátt fyrir að vera ekki menntaðir leikarar (að Sögu undanskilinni sem stóð sig vel í sýningunni) þá var ekkert út á sviðshöfundana að setja. Friðgeir var fulltrúi blákalds raunveruleikans sem innkaupapokinn, Árni Vilhjálmsson var sjarmerandi trúður í hlutverki bróðursins, Sigrún Hlín og Ragnheiður Maísól skiluðu hlutverkum barnsins og töfrakonunnar ágætlega frá sér en voru auðvitað fyrst og fremst ábyrgar fyrir fallegum búningum og ævintýralegri sviðsmynd. Saga Garðarsdóttur lék Ellu og hefur svo fallega og jákvæða útgeislun að það er synd að hún sé uppteknari við að skemmta mis-meðvitundarlausu fólki á þorrablótum en íslenskum leikhúsgestum. Benni Hemm Hemm átti frábæra innkomu í skemmtilegu tónlistaratriði. Stjarna sýningarinnar var hins vegar Ragnar Ísleifur Bragason sem hefur verið vaxandi leikari á síðustu árum – bæði í sjónvarpi og á sviði. Ragnar var í hlutverki társins og var hreint út sagt stórkostlegur. Hann nálgaðist hlutverkið af alvöru og næmni og stutt söngatriði (sem hafði verið ýjað að í fyrri hluta sýningarinnar) var hápunktur kvöldsins ásamt lokaorðunum sýningarinnar sem Ragnar flutti óaðfinnanlega. Stjarna sýningarinnar var Ragnar Ísleifur Bragason.Björgvin Sigurðarson Gleymum ekki töfrunum Elísabet Jökulsdóttir sagði einu sinni í viðtali að þegar faðir hennar dó hafi hún ekki grátið. Hún kæfði grátinn og átti eftir að eyða stórfé í sálfræðinga og námskeið til að læra að gráta. ,,Og að skilja að pabbi væri dáinn var svipað og þegar ég skildi að ísbirnir myndu bráðna á Grikklandi,” skrifaði hún. Barátta Elísabetar við tárin, við sorgina, við að skilja, er það sem gerir verk hennar svo hjartnæm og raunveruleg. Hún leyfir sér að skrifa eins og barn og hugsa eins og barn og hvetur okkur – sem höfum gengið í gegnum okkar eigin sorgir og missi – til að loka ekki augunum og líta undan heldur opna hjartað og hlusta. Ég bjó einu sinni í lítilli leiguíbúð á Framnesvegi, rétt fyrir ofan ævintýrahús Elísabetar sem á endanum hvarf eins og í ævintýri – vék fyrir nútímanum, hótelum og nýbyggingum. En Elísabet hafði sett svip sinn á hverfið, stígur við Framnesveg fékk nafnið Elísabetarstígur og margir muna eftir skilti í glugganum hennar. Á skiltinu stóð: Mundu töfrana – sem er ekki bara nafnið á leikverkinu sem var aldrei sett upp heldur yfirlýsing Elísabetar, skilaboð hennar til heimsins. Það sem ég upplifði á sýningu leikhópsins Kriðpleirs var áminning um að leikhús þarf ekki að vera flókið, þarf ekki að vera fínt, þarf ekki einusinni að hafa strúktúr. Það þarf bara að vera heiðarlegt, einlægt og satt og ef það er til staðar þá munu töfrar leikhússins taka yfir og ráða ferðinni. Verkið sem aldrei fékkst sett upp rataði loksins til áhorfenda og höfundurinn fékk þá virðingu sem hún á skilið. Niðurstaða Mundu töfrana eftir Elísabetu Jökulsdóttur er frábært leikrit og er hér sett upp á frumlegan og nýstárlegan hátt. Sýningin er bráðfyndin en snertir líka við manni. Ragnar Ísleifur og leikhópurinn Kriðpleir eiga hrós skilið og er Innkaupapokinn besta sýning leikhópsins Kriðpleirs til þessa.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira