Konur í Afganistan bjóða Talibönum birginn þrátt fyrir kúgun og hótanir

Adela Raz man tímana tvenna og jafnvel þrenna í heimalandi sínu Afganistan. Hún var fyrst kvenna fulltrúi þjóðar sinna hjá Sameinuðu þjóðunum og síðar sendiherra í Washington. Á meðan á hersetu NATO ríkjanna stóð gátu stúlkur og konur aftur um frjálst höfuð strokið í borgum að minnsta kosti. En eftir síðustu valdatöku Talibana fá stúlkur ekki lengur að mennta sig og geta heldur ekki farið frjálsar ferða sinna án fylgdar karlkyns ættingja og þá með því að hylja líkama sinn og andlit. Raz sækir nú Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu og greindi frá reynslu sinni í viðtali við Stöð 2.

934
07:07

Vinsælt í flokknum Fréttir