Fótbolti

Fréttamynd

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Það er aldrei gaman að skora í eigið mark en flestir eiga það nú ekki á hættu að gera slíkt þegar þeir eru staddir á miðju vallarins. Það ótrúlega gerðist hins vegar í leik í ástralska fótboltanum að leikmaður skoraði sjálfsmark fyrir aftan miðju.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulnings­vél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu

Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

Fótbolti
Fréttamynd

Portúgal komst ekki á HM

Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum aldrei nálgast leik þannig“

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og hans teymi telja sig hafa fundið leiðir til að sækja í gegnum portúgalska liðið í dag. Þorsteinn hefur engan áhuga á því að liggja í vörn allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert rætt eða æft fyrir vítakeppni

Ef að svo fer að úrslitin í leik Portúgals og Íslands í dag ráðast í vítaspyrnukeppni mun Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafa hraðar hendur og ákveða hvaða fimm leikmönnum sé best treystandi til að taka víti íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen

Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­netjaðist sauma­klúbb og kerlingum

Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð.

Skoðun
Fréttamynd

Jason Daði þarf að fara í að­gerð að loknu Ís­lands­mótinu

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna í kvöld eftir að titillinn var kominn í hús. Þar staðfesti hann að Jason Daði, vængmaður liðsins, hefði spilað meiddur stóran hluta Íslandsmótsins og þyrfti að fara í aðgerð eftir tímabilið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fagnaðar­læti Ís­lands­meistara Breiða­bliks: Myndir og myndbönd

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiða­blik Ís­lands­­meistari karla í fót­bolta árið 2022

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“

Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig

„Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal

Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo gæti verið á leið til Miami

Cristiano Ronaldo er orðaður við brottför frá Manchester United í komandi janúarglugga en portúgalski landsliðsframherjinn hefur fengið fá tækifæri hjá enska liðinu á nýhafinni leiktíð. 

Fótbolti