Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22.7.2025 18:01
Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Skoðun 22.7.2025 14:02
Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Skoðun 22.7.2025 13:46
Klaufaskapur og reynsluleysi? Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Skoðun 22.7.2025 07:01
Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Ertu búin(n) að prófa gervigreindina en fékkst ekki alveg þau svör sem þú bjóst við? Margir hafa kynnst ChatGPT, Gemini eða öðrum snjöllum gervigreindum, en lenda í því að fá loðin eða ónákvæm svör. En hvað ef ég segði þér að vandamálið liggur mögulega í því hvernig þú spyrð? Skoðun 21.7.2025 21:59
Ertu bitur? Í nýlegum pistli spyr nýr þingmaður: “Hver ertu?” Þetta er grundvallarspurning fyrir okkur öll og margir listamenn og hugsuðir hafa reynt að svara þessari spurningu. Descartes á líklega eitt frægasta svarið en Jackie Chan á líklega innilegustu spurninguna, úr samnefndri bíómynd “Who am I?” Skoðun 21.7.2025 18:31
Er hægt að læra af draumum? Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Skoðun 21.7.2025 18:01
Afstæði Ábyrgðar Þegar það orð var sagt við mig varðandi atriðin í lífi okkar, þá fór ég að hugsa um það orð. Og hvað það þýði í raun. Þá áttaði ég mig á því að það hugtak og hugsunin á bak við hvað sé innifólgið í því, sé oft ansi afstætt. Og ræðst oft frá skoðun einstaklinga og eigin litríkri reynslu. Skoðun 21.7.2025 17:33
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að sjá þingmann sem situr á toppi fjármagnspýramídans leggja sig fram við að flokka fólk í þá sem „skara eld að eigin köku“ og hina sem eru „bitrir“ og „vilja rotna í helvíti“. Skoðun 21.7.2025 17:00
Fjárhagslegt virði vörumerkja Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Skoðun 21.7.2025 16:30
Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Skoðun 21.7.2025 12:32
Þið voruð í partýinu líka! Íslenskir stjórnmálamenn sem gagnrýna heimsókn Ursulu von der Leyen ættu að líta í eigin barm. Þeir sömu aðilar hafa árum saman stutt sambærilegt samstarf við Evrópusambandið, án þess að kalla það þjóðarsvik. Pistill þessi veltir fyrir sér hver sé raunverulegur munurinn: kaffiboð eða hver stjórnar umræðunni? Skoðun 21.7.2025 12:00
Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. Skoðun 21.7.2025 10:03
Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna „Til að varðveita gildi hins siðmenntaða heims er nauðsynlegt að kveikja í bókasafni. Sprengja upp mosku. Brenna ólífutré til ösku. Að klæða sig í nærföt konu sem flúði og taka svo mynd af því. Að jafna háskóla við jörðu. Að taka herfangi skartgripi, listaverk, banka, mat. Að taka börn til fanga fyrir að tína upp grænmeti. Að skjóta börn fyrir að kasta grjóti. Að senda fanga í skrúðgöngu á nærfötunum. Að brjóta tennur úr manni og troða upp í hann klósettbursta. Að siga bardagahundum á mann með Down heilkenni og skilja hann svo eftir til að deyja. Annars gæti hinn ósiðmenntaði heimur sigrað.“ Skoðun 21.7.2025 07:52
Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Ísland er á góðri leið með að verða reyklaus þjóð. Reykingatíðni hefur aldrei verið lægri og fleiri fullorðnir en nokkru sinni fyrr velja reyklausar nikótínvörur í stað hefðbundins tóbaks. Þessi þróun er ekki tilviljun. Hún endurspeglar meðvitaðar ákvarðanir fólks sem vill skaðaminnkun og betri heilsu. Þessi árangur er nú í hættu. Skoðun 20.7.2025 18:31
Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Milli Swuayda-fjallanna og þeirra eldfjallasteina sem hafa geymt sögur um þrautseigju og reisn í gegnum aldir, blossaði í júlí 2025 upp eitt alvarlegasta mannréttindabrot síðustu ára í suðurhluta Sýrlands. Milli fjöldamorða, vígvalla á almannafæri og brota á grundvallarréttindum mannsins, lifir héraðið þar sem meirihluti íbúanna eru Drúsar, í myrkri sem hylur öll vonarmerki. Skoðun 20.7.2025 16:32
Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Skoðun 20.7.2025 08:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Skoðun 19.7.2025 11:36
Þetta er allt hinum að kenna! Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Skoðun 19.7.2025 08:02
Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mála sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja. Skoðun 19.7.2025 08:02
Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Skoðun 19.7.2025 08:02
Opið bréf til fullorðna fólksins Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur. Skoðun 18.7.2025 20:31
Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Skoðun 18.7.2025 20:00
Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. Skoðun 18.7.2025 19:00