Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Hér fer fram bein textalýsing frá stórleik Manchester United og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Leikurinn fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United og verður flautað til leiks klukkan hálf fjögur. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn 17.8.2025 15:00
Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Chris Wood skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest bar sigurorð af Brentford, 3-1, á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 17.8.2025 14:56
Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Chelsea og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17.8.2025 12:31
Markalaust á Villa Park Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins. Enski boltinn 16.8.2025 11:02
Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, hefur tjáð sig eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum gegn Liverpool, í upphafsleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann kveðst þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið. Enski boltinn 16.8.2025 12:33
Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United birti í morgun skemmtileg myndbönd á heimasíðu sinni þar sem að Jökli Júlíussyni, söngvara íslensku hljómsveitarinnar Kaleo bregður fyrir meðal stjörnuleikmanna liðsins sem og á Old Trafford. Enski boltinn 16.8.2025 11:05
Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Þrátt fyrir að Manchester United hafi endað í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er Ruben Amorim bjartsýnn fyrir veturinn. Enski boltinn 16.8.2025 10:30
Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool, var allt annað en sáttur með varnarleik liðsins, sér í lagi í seinna markinu sem liðið fékk á sig gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vinni ekki ensku deildina með svona nálgun. Enski boltinn 16.8.2025 10:02
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Liverpool vann 4-2 endurkomusigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Öll mörkin og helstu atvik leiksins má sjá hér fyrir neðan, þar á meðal þegar varnarmaður Bournemouth virtist handleika boltann í upphafi leiks. Enski boltinn 16.8.2025 08:01
„Ég hélt að við værum komin lengra“ Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu. Enski boltinn 15.8.2025 22:34
„Betra er seint en aldrei“ Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn. Enski boltinn 15.8.2025 22:13
Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins. Enski boltinn 15.8.2025 17:55
Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Opnunarleikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður stuttlega, eftir um hálftíma leik, þegar Antoine Semenyo benti dómaranum á að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda. Enski boltinn 15.8.2025 20:37
Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Aston Villa hefur verið sektað og sett í boltabann vegna ítrekaðra brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjölda bolta og boltasækja á leikjum liðsins. Enski boltinn 15.8.2025 19:30
Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Liverpool hefur fest kaup á hinum átján ára gamla ítalska miðverði Giovanni Leoni frá Parma. Hann kemur til félagsins fyrir um 26 milljónir punda, auk mögulegra bónusgreiðslna. Enski boltinn 15.8.2025 16:43
Brentford að slá félagaskiptametið Brentford hefur komist að samkomulagi við Bournemouth um kaup á framherjanum Dango Ouattara. Enski boltinn 15.8.2025 16:32
Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Albert Brynjar Ingason á slæmar og góðar minningar, þá aðallega tengdar hans mönnum í Arsenal. Arséne Wenger er honum ofarlega í huga. Enski boltinn 15.8.2025 15:01
Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Mohamed Salah verður ekki sakaður um að vera lengi í gang eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur skorað fleiri mörk í 1. umferð en Egyptinn. Enski boltinn 15.8.2025 14:31
Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Fjölskylda Diogo Jota, leikmanns Liverpool sem lést af slysförum í síðasta mánuði, verður á Anfield í kvöld þegar að Liverpool tekur á móti Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 15.8.2025 13:32
„Maður er búinn að vera á nálum“ Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Enski boltinn 15.8.2025 12:03
Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Enski boltinn 15.8.2025 10:16
Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason verða í stórum hlutverkum í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann. Þeir eru ekki alltaf sammála og það kom vel í ljóst í upphitunarþættinum fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 15.8.2025 09:33
Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum. Enski boltinn 15.8.2025 08:00
Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Benjamin Sesko verður fremsti maður hjá Manchester United á þessu tímabili en þessi 22 ára Slóveni er alvöru íþróttamaður. Enski boltinn 15.8.2025 07:31