Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Bayern Munchen er fyrsta liðið til þess að bera sigur úr býtum gegn kvennaliði Arsenal í Evrópukeppni á vegum UEFA eftir að hafa lent 2-0 undir gegn liðinu frá Norður-Lundúnum. Fótbolti 12.11.2025 22:59
Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Sjálfsmark Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, markvarðar Inter Milan, réði úrslitum í tapi liðsins í Evrópubikarnum í kvöld. Fótbolti 12.11.2025 20:15
Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Glódís Perla Viggósdóttir reyndist hetja Bayern Munchen er hún skoraði sigurmarkið í ótrúlegum leik gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 12.11.2025 19:49
Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti 12.11.2025 17:17
„Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Íslandsmeistarar Breiðabliks rúlla boltanum af stað í glænýrri Evrópubikarkeppni á Kópavogsvelli í kvöld. Fortuna Hjörring kemur í heimsókn og Blikafyrirliðinn Agla María Albertsdóttir er spennt að máta liðið við dönsku meistarana. Fótbolti 12.11.2025 14:01
Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Muhamed Alghoul, miðjumaður Keflvíkinga, hefur verið kallaður inn í landslið Palestínu en þetta er staðfest á miðlum Keflvíkinga. Fótbolti 12.11.2025 13:46
Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Mikael Neville Anderson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Aserbaísjan á morgun og Úkraínu á sunnudag. Logi Tómasson hefur verið að glíma við veikindi en vonir eru bundnar við að hann verði klár í slaginn á morgun. Fótbolti 12.11.2025 13:36
Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Karlalandsliðið í fótbolta æfði á keppnisvelli morgundagsins, heimavelli Neftci, í dag. Létt var yfir mönnum á æfingu dagsins en einn leikmaður tók ekki þátt. Fótbolti 12.11.2025 12:51
Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Það er aðeins einn dagur í leik Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM. KSÍ var með blaðamannafund í Bakú í dag og Vísir var með beina útsendingu frá fundinum. Fótbolti 12.11.2025 12:46
„Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Keira Walsh, lykilmaður Evrópumeistaraliðs Englendinga, segir að stjórnendur fótboltans verði að hlusta á leikmennina varðandi áhyggjur út af krossbandameiðslum. Enski boltinn 12.11.2025 12:01
Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Fyrrverandi stjörnuleikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni endaði inni á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund á æfingu vegna hjartavandamála. Fótbolti 12.11.2025 12:01
San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Íslenska karlalandsliðið dreymir um sæti í umspili um laus sæti á HM og þarf mjög hagstæð úrslit úr leikjum sínum til að ná þangað. Önnur smáþjóð í Evrópu er hins vegar í allt annarri stöðu. Fótbolti 12.11.2025 11:30
Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Íslenska fótboltalandsliðið á enn góða möguleika á komast í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins en það þarf þó ýmislegt að ganga upp hjá liðinu í lokaleikjunum sem eru í þessum landsliðsglugga sem stendur nú yfir. Fótbolti 12.11.2025 10:31
Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að hlusta ekki á leikmannasamtök fótboltans en ráðamenn fótboltans eru nú sakaðir um að reyna að fara fram hjá samtökunum með því að stofna sín eigin. Fótbolti 12.11.2025 10:17
„Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Björn Daníel Sverrisson segist hafa lagt mikið á sig til að sannfæra eiginkonuna að flytja á Höfn í Hornafirði, en hún er sjálf ættuð þaðan. Hann er nú orðinn þjálfari fótboltaliðs Sindra þar í bæ. Stefán Árni Pálsson ræddi við hann. Íslenski boltinn 12.11.2025 09:30
Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Cristiano Ronaldo viðurkenndi í viðtali í gær að hann búist við því að sjötta heimsmeistaramótið hans á næsta ári, þegar hann verður 41 árs, verði hans síðasta. Fótbolti 12.11.2025 09:03
Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á morgun fyrri úrslitaleik sinn af tveimur í D-riðli í undankeppni HM 2026. Aserar eru í hefndarhug í Bakú. Fótbolti 12.11.2025 08:15
Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Howard Webb, yfirmaður dómara í ensku úrvalsdeildinni, sagði að ákvörðun dómaranna um að dæma skallamark Virgil van Dijk af í tapi Liverpool gegn Manchester City á sunnudag hafi ekki verið óeðlileg eins og Webb orðar það. Enski boltinn 12.11.2025 07:30
Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Noregur er aðeins einum sigri frá því að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn síðan 1998 en umræðan í norskum fjölmiðlum snýst um allt annað en velgengni liðsins innan vallar. Andreas Schjelderup var valinn í landsliðið þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa barnaklámi. Fótbolti 12.11.2025 07:01
Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arna Eiríksdóttir stóð vaktina í vörn Valeranga, hélt hreinu og lagði upp mark í 1-0 sigri á útivelli gegn Roma í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 11.11.2025 19:45
Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nýráðinn þjálfari liðsins, Davíð Smári Lamude, fær til félagsins. Íslenski boltinn 11.11.2025 17:57
Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Brotist var inn á heimili Raheem Sterling á laugardaginn, í annað sinn á þremur árum. Í þetta sinn var hann sjálfur heima með fjölskyldu sinni. Þau sluppu öll óhult. Enski boltinn 11.11.2025 17:18
Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Alexander Isak tók ekki þátt í stórleik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann er nú mættur á æfingar með sænska landsliðinu fyrir leiki í undankeppni HM. Fótbolti 11.11.2025 15:01
Mamma hans trúði honum ekki Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Fótbolti 11.11.2025 14:30
Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Norðmenn ætla að losna við allt gúmmikurl úr gervigrasvöllum landsins og hafa þess vegna stofnað Umhverfissjóð fótboltans. Fótbolti 11.11.2025 14:02